laugardagur, 7. september 2013

2007: Fasteignaauglýsing aldarinnar

Það var skrítið þetta 2007tímabil okkar.  Kona mínn hrópaði í morgun Erling komdu ég er búin að finna óskahúsið okkar.  Og ég haltraði til hennar og sjá: Miðengi, (Fimmtabraut) 801 Selfoss.  Nú er bara að draga fram budduna og byrja að telja. Og draga fram kampavínsflöskuna og skála að lokinni undirskrift!!!!   Skál!!!  

Þessi síða er forvitnileg um fasteignaverð og þróun. Verð á fermetra að komast í hæstu hæðir aftur.    


Verð                  139.000.000

Fasteignamat      38.490.000

Brunabótamat           0

Tegund              Orlofshús

Stærð                      494

Herbergi                    6


Stórglæsilegt heilsárshús í Miðengi í Grímsnesi. Eignin er 494,2 fm og er á byggingarstigi 4 og matsstigi 4. Húsið er að mestu leiti tilbúið til spörtlunar að innan en frágangur að utan og lóð er eftir.  Hitaveita, hiti í gólfum en frágangur á rafmagni er eftir.  Húsið er afar vandað og selst í því ástandi sem það er í dag. Lóðin er 24.418 fm og er eignarlóð. Svæðið er lokað með rafmagnshliði (símahlið). Glæsilegt útsýni er frá lóðinni yfir Sogið. Töluvert er búið að gróðursetja af plöntum og trjám á lóðinni.
Stutt er til þekktra staða á Suðurlandi, Skálholts, Þingvalla, Laugarvatns, Geysis, Gullfoss og Kersins. Stutt er í veiði, sundlaug, golfvöll, íþróttavöll og fallegar gönguleiðir. Selfoss er aðeins í ca. 16 km fjarlægð og því stutt í alla þjónustu. Frá Reykjavík eru aðeins um 70 km sé ekið um Hellisheiði. Styttra um Nesjavallaveg.    

http://www.mbl.is/fasteignir/img/527/e648916_12A.jpghttp://www.mbl.is/fasteignir/img/527/e648916_12A.jpg


Glaðir, kátir, reifir: töpuðum ekki .....

Flesta daga eru margir svo reiðir,  allir þurfa að taka þátt í kappræðum og helst vinna.  Dag eftir dag. En í kvöld voru flestir bara glaðir, út af jafntefli í landsleik í knattspyrnu.  

Satt að segja voru okkar menn svo maður noti þann frasa ansi góðir og frískir og ákveðnir og baráttuglaðir.  Þess vegna uppskáru þeir jafntefli þrátt fyrir daufan varnarleik öðru hverju.  Svo það er gott að vera glaðbeittur í kvöld.  Við hjónin fengum okkur meira að segja bjór í tilefni dagsins.  

Já, þetta var bara gaman.  Kettirnir mínir voru líka kátir.  Við skulum halda því áfram fram eftir næsta degi.  Gleyma JBH, SDG, AJ og öllum hinum skammstöfunum.  



Svo sendi ég frænku minni Guðrúnu Helgadóttur afmæliskveðju. Hún er 78 ára gömul.
                                         Hvar eru þessir að þvælast?
svar: Benedict Cumberbatch, left, as Julian Assange and Daniel Brühl in "The Fifth Estate," which played at the Toronto International Film Festival.