laugardagur, 7. september 2013

Glaðir, kátir, reifir: töpuðum ekki .....

Flesta daga eru margir svo reiðir,  allir þurfa að taka þátt í kappræðum og helst vinna.  Dag eftir dag. En í kvöld voru flestir bara glaðir, út af jafntefli í landsleik í knattspyrnu.  

Satt að segja voru okkar menn svo maður noti þann frasa ansi góðir og frískir og ákveðnir og baráttuglaðir.  Þess vegna uppskáru þeir jafntefli þrátt fyrir daufan varnarleik öðru hverju.  Svo það er gott að vera glaðbeittur í kvöld.  Við hjónin fengum okkur meira að segja bjór í tilefni dagsins.  

Já, þetta var bara gaman.  Kettirnir mínir voru líka kátir.  Við skulum halda því áfram fram eftir næsta degi.  Gleyma JBH, SDG, AJ og öllum hinum skammstöfunum.  



Svo sendi ég frænku minni Guðrúnu Helgadóttur afmæliskveðju. Hún er 78 ára gömul.
                                         Hvar eru þessir að þvælast?
svar: Benedict Cumberbatch, left, as Julian Assange and Daniel Brühl in "The Fifth Estate," which played at the Toronto International Film Festival.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli