fimmtudagur, 11. desember 2014

Höfðatorgsgildran: Ekki benda á mig

Höfðatorgsgildran teygir út hramma sína núna.  Margar myndir og sögur af óförum landans.  Og auðvitað er það fólkinu að kenna, ekki hönnuðum sem hlustuðu ekki í mótmælaraddir á sínum tíma. 
Kunningi minn lenti í ógöngum þarna í gær.  Greip í ljósastaur og hélt sér, tókst að smokra sér upp fyrir Turninn.  og komast inn í Túnin.  



Ég vann fyrir norðan Turninn á sínum tíma, fylgdist með uppbyggingunni og lenti oft hremmingum á reiðhjólafáki mínum í Borgartúninu.  Allir sem vildu vita, sem komu að þessari framkvæmd, vissu að þetta yrði slysagildra.  Þegar sá fyrsti lætur lífið þarna þá verður fróðlegt að sjá hver ber ábyrgð?

Ekki benda á mig, sagði Forstjórinn ....