laugardagur, 16. nóvember 2013

Valdamenn: Að breyta samfélagi

Líklega dreymir marga valdmenn að breyta samfélaginu sem
þeir lifa í. Þeir sjá fyrir sér betra samfélag, varla réttlátara.  Þeir búa sér til stofnanir sínar, sem þeir miðla til hópsins síns.  Og koma í framkvæmd þegar þeir ná nógu miklum völdum. Þeir vita hvernig þetta á að vera, þeir vita best.  

Nú höfum við fengið úrskurð Hagræðingarhópsins, eða 

Tillögur um aukna framleiðni og skilvirkni í ríkisrekstri

 eins og þær heita, þarna eru 111 atriði.  Það hljóta allir að vera sammála einhverju í þessum plöggum, annað væri ómögulegt.  Svo er margt sem er grunsamlegt, margt skrítið.   En auðvitað er ótal margt í huga manns sem þarf að breyta í huga manns.  En ekki eru það sömu atriðin og 4 menningarnir komu með. Lagðar eru fram ítarlegar rammahugmyndir  í kafla sem heitir Almennar tillögur og forsendur þar eru 10 atriði sem eru grunnvinnubrögð.  Hér eru tvö dæmi:  

Meginreglan verði sú að ákvarðanir um ný útgjöld takmarkist við það sem óhjákvæmilegt er vegna breyttrar aldurssamsetningar þjóðarinnar, þróunar atvinnuleysis og fjárframlaga tengdum kerfisbreytingum í opinberum rekstri eða sambærilegra ástæðna. 

Fyrirliggjandi áætlanir um ný útgjöld og fjárveitingar sem hafa hækkað að raungildi frá 2008 verði endurmetnar og fjárlagaliðir færðir til þess sem þeir voru að nafnverði árið 2008 nema hægt sé að sýna fram á að brýn nauðsyn hafi verið fyrir hækkun.

Fyrri liðurinn býr til Meginreglu um ný útgjöld sem  er ansi vafasöm og mér sýnist hún bjóða upp á þjóðfélag stöðnunar og afturfara ef farið er eftir henni.  Þrír liðirnir sem teknir eru sem vottorð á ný útgjöld:   Aldurssamsetning þjóðarinnar, þróun atvinnuleysis og kerfisbreytingar geta verið ansi flókin fyrirbrigði 

Aldurssamsetning þjóðarinnar:  Þar geri ég ráð fyrir að alþingismennirnir séu að hugsa um uppbyggingu kerfis og stofnana fyrir gamalt fólk: þjónusturstofnanir, dvalarheimili, sjúkraheimili og velferðarþjónusta önnur, heimaþjónusta, heimahjúkrun.  Sem skiptist á milli sveitafélaga og ríkis.    

Þróun atvinnuleysis:  Þarna er ansi óljós hvað er átt við.  Á að auka fjármuni til að hjálpa fólki út á vinnumarkað? Er ekki verið að skera slíka þjónustu niður í nýju fjárlögunum?   Sem betur fer erum við langt undir atvinnuleysi í flestum nágrannalöndum.  Þökk sé markvissum vinnubrögðum seinustu ríkisstjórnar.  Svo það er gleðilegt ef ríkisstjórnin ætlar að taka sig á í þeim málum!!!! 

Kerfisbreytingar í opinberum rekstri er ansi flókið fyrirbriðgði, oft hafa slíkar breytingar verið gerðar seinustu árin en rannsóknir á niðurstöðum þeirra hafa ekki farið hátt.  Það væri gaman að vita hvort nefndarmenn hafi leitað til sérfræðinga  í þessum málaflokki til að fá þekkingu um hugmyndir, fræðikenningar  og rannsóknir ???  Ég hef það á tilfinningunni að oft haldi stjórnmálamenn að þeir viti best hvernig eigi að framkvæma slíkar flóknar aðgerðir.  Að þeir geti bara sest niður við borðið og byrjað að púsla kubbum saman þar sem kubbarnri séu verkefni á vegum ríkisins. Þannig verður til nýtt ríkisvald, ríkisvaldið þeirra.  

Svo tók ég dæmið um þess skrítnu hugmynd um að allir þeir liðir  sem hafi fengið aukið fjármagn frá 2008 (væriaekki næra að hafa það 2009?)  sé vafasamt þarni hafi fyrri ríkisstjórn verið að gera eitthvað grunsamlegt ef ekki alvont?  Og það á auðvitað að skera niður í verðgildi í nafnvirði 2008!!!! Þetta er eitt furðulegasta sem ég hef upplifað í hugmyndum meirihluta á Alþingi! 

Já, lesendur góðir, það er margt að skoða og skyggnast í þessum tillögum, ég á eftir að athuga ýmislegt betur  hérna leit ég aðeins á 2 kafla af 10 af almennu forsendunum, ég mun  fylgjast með vegferð tillagna inn í Fjárlögin. Við verðum í bandi, eins og maður segir í dag : - ) .   

Við sjáum hvað setur!!!