sunnudagur, 17. maí 2015

Eygló og Bjarni: Hvar er Forsætisráðherrann?

Eygló kemur Bjarna á óvart.  Hún hlýðir ekki Fjármálaráðherranum.  En spurningin er hvar er Forsætisráðherrann.  Tveir ráðherrar eru komnir í hár saman í fjölmiðlum.  Enginn
verkstjóri í Ríkisstjórninni frekar en fyrri daginn? Hann er kannski að sinna skipulagsmálum?



„Þessi fram­ganga fé­lags­málaráðherra kem­ur mér veru­lega á óvart. Þetta mál er í sjálfu sér ósköp ein­falt,“ seg­ir Bjarni Bene­dikts­son í sam­tali við mbl.is í dag. „Það er lagt inn frum­varp til kostnaðarmats í fjár­málaráðuneyt­inu. Eft­ir að vinna hefst við að fram­kvæma kostnaðarmatið kem­ur fram að vel­ferðarráðuneytið er að vinna að breyt­ing­um á frum­varp­inu. Þá er það verklags­regla í sam­skipt­um á milli ráðuneyt­anna að vinnu við kostnaðarmatið er hætt og farið fram á að ráðherr­ann aft­ur­kalli málið og leggi það fram að nýju þegar það hef­ur verið full­unnið.“


Hann segir enn fremur að Eygló verði að sætta sig við að frum­varp henn­ar lúti sömu regl­um og önn­ur slík.Frumvörp þurfi að vera fullunninn áður en kostnaðarmat sé framkvæmt. Að því loknu séu þau tekin á dagskrá í ríkisstjórn og að því loknu í þingflokkum stjórnarflokkanna ef ríkisstjórnin hefur ákveðið að leggja þau fram á Alþingi. „Fé­lags­málaráðherra verður ein­fald­lega að sætta við það að þetta mál sé unnið eft­ir sömu regl­um og önn­ur mál,“ segir Bjarni á mbl.is.



Tjöldin dregin frá og bullandi ágreiningur blasir við


Nú er komið í ljós, að þetta var ekki nándar nærri tilbúið mál hjá Eygló, samkvæmt svörum efnahags- og fjármálaráðuneytisins, og nær útilokað var að það gæti af þeim sökum orðið að innleggi í harðar kjaradeilur. Eygló hefur reyndar sjálf hafnað þessu, sem þýðir að ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Eygló, eru augljóslega ekki sammála um hversu langt málið er komið. Raunar virðist vera bullandi ágreiningur um málið, eins og ólík svör ráðuneytanna bera með sér.