mánudagur, 31. ágúst 2015

Ríkisisstjórn: Í ríkisstjórnarfréttum var þetta helst.

Sigmundur æðir af stað ef eitthvað gerist í kjördæmi hans, og kemur við í bústað sínum austur á Fjörðum.  Hann lætur ekki sjá sig vestur á Ströndum, það er ekki í kjördæminu hans. 

Hann tekur völdin úr höndum frú Eyglóar í flóttamannamálum, kannski getur hann fengið
dúsu þar. Og þó sjáum hvað setur.  Þjóðin er stundum ansi fljót á sér, allt getur verið breytt eftir sex mánuði. Það er eðli Framsóknar að eltast við fólkið í landinu. 

Fjármálaráðherra er upptekinn að leika sér í ástaleikjum á netinu, Hann hefur ekki efni á að bæta kjör öryrkja og lífeyrisþega því sím-tölvureikningurinn er svo hár. 

Fréttir af umhverfis- eða heilbrigðisráðherra eru litlar. Menntamálaráðherra kennir börnum læsi.  Ragnheiður Elín skipuleggur stjóriðju í kjördæmi sínu.  Sigurður Ingi þaulhugsar tolla á erlendum matvörum.  

Ólöf heldur tylliræður og leysir vanda okkar: „Nú sjáum við fram á bjartari tíma í efnahagsmálum þjóðarinnar og þá reynir á þolgæði okkar. Að hafa úthald til að bíða efir því að kornið safnist í hlöðurnar. Það skiptir öllu máli fyrir okkur Íslendinga á þessum tímapunkti að rasa ekki um ráð fram, heldur ljúka við að reisa efnahagslífið við eftir þær ágjafir sem við urðum fyrir í bankakreppunni. Að hafa þolinmæði og staðfestu til að taka á málum, standa gegn þenslu og auknum ríkisgjöldum en verja þess í stað þeim fjármunum sem til skiptanna eru til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og búa í haginn fyrir uppbyggingu komandi ára.“

Gunnar Bragi glímir við Pútín, mörgum verður hált á því.  Samt fær hann 1. einkunn í þetta skiptið, hjá mér.  Sá eini ráðherranna. 

Já lesendur góðir í ríkisstjórnarfréttum var þetta helst.