þriðjudagur, 3. júní 2014

Eftir kosningar: Hvað er heim, spurði ég?

Allir eru eitthvað dömm eftir kosningar helgina.  Það er eins og fólk hafi búist við einhverju öðru.  Við erum búin að gleyma því hversu Íslendingar eru íhaldssöm þjóð og púkó upp til hópa. Þegar eitthvað skemmtilegt og ótrúlegt gerist eins og valdatíð Jóns Gnarr sýndi þá höldum við að við lifum nýja tíma. Nei lesendur góðir næstu daga á eftir er allt þetta gamla skriðið upp úr ræsinu.

Davíð prumpar yfir landsmenn
Jón Bjarnason skrifar umESB á miðsíðu Moggans (hvar annars staðar)!?
Ármann bæjarstjóri rekur hníf í bak Birkis, ef það er pláss fyrir fleiri.
Hér á Stykkishólmi er kommbakk Sturlu allir eru glaðir en það eru nú aðallega útlendingar sem maður sér, túrismatíðin er byrjuð. Það skrjáfar í seðlum.
Lásuð þið rasistagreinina eftir norðlensku konuna í Mogganum í dag? Farðu heim sagði hún við íslenska manninn. Hvar er heim, spurði ég.

Já lesendur við erum dömm. Það setur að okkur óhug.  Allt er við það sama. Eða hvað?