miðvikudagur, 20. maí 2015

Silicor: Enn um Sólarkísil og fjárfestingar

Við þurfum að virkja til að skaffa atvinnu sagði hann , þingmaðurinn, virkja.Eins og að veruleikinn sé svona einfaldur.  

Fyrir hverja erum við að virkja, hvernig veljum við samstarfsaðila.  Það er stundum skrítið. 

Eins og með Silicor fyrirtæki sem hefur viljað hasla sér völl á Íslandi, en ....... takið eftir en ..... eftir að hafa brennt brýr að baki í Bandaríkjunum. Komið sér út úr húsi þar vegna fjármálaóreiðu.  Hver á að fjárfesta.  Kemur Silicor með fjármagn inn í landið?  Ætlar þeir ekki að fá lán í íslenskum banka?

Þetta er spennandi verkefni að máli margra, en þetta er það fyrsta sinnar tegundar í heimi.  Hvað ef mistekst, gengur ekki sem skyldi?  Hverjir geta þá setið uppi með skuldasúpuna.  Erum við tilbúin að svolgra þá súpu í okkur? Orðspor þessa fyrirtækis er ekkert til að hrópa húrra fyrir, við erum lítið efnahagssvæði, ef eitthvað væri úrskeiðis, gæti það haft alvarlegar afleiðingar.  

Þegar við eigum að fá erlend fyrirtæki til okkar væri ekki eðlilegra að fá traust og gott fyrirtæki með gott orðspor???? Hverjir vilja fjárfesta í þessu, verða það ekki bara við.  Hverjir sitja þá uppi með sárt ennið.  Ætli það verðum ekki við? 

 Er ekki bjartsýni fyrrverandi bæjarfulltrúa á Akranesi svolítið barnaleg? Þurfum við ekki að tryggja okkur eitthvað betur?  Gæti sólskinið ekki breyst í þokuhjúp þar sem aldrei sæist til sólar???




1. Verksmiðjan verður vinnustaður 450 manna, fagfólks á mörgum sviðum og af báðum kynjum.
2.Erlend fjárfesting af slíku umfangi er vel þegin og mikilvæg innspýting í efnahagslífið. Hún hefur mikil margfeldisáhrif á öllu atvinnusvæði Vesturlands og Suðvesturhornsins.
3. Skipulagsstofnun telur umhverfisáhrif starfseminnar ekki umtalsverð og framkvæmdin skuli því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
4. Umhverfisstofnun er sama sinnis og vísar til þess að verksmiðjan muni hvorki losa flúor né brennisteinstvíoxíð út í umhverfið. Mengunarálag á Grundartanga aukist því ekki með starfseminni.
5. Silcor hefur öðlast einkaleyfi á algjörlega nýrri framleiðsluaðferð þar sem unnið er í lokuðu kerfi.
6. Raforkunotkun verður einungis þriðjungur þess sem gerist í hefðbundinni sólarkísilframleiðslu.
7. Væntanleg framleiðsluvara, hreinn kísill frá Grundartanga, verður flutt úr landi og notuð til að framleiða sólarkísilflögur sem menn setja á þökin sín og virkja sjálft sólskinið til raforkuframleiðslu.
8. „Hliðarafurðir“ sólarkísilframleiðslunnar verða söluvörur líka, til dæmis álhlutar sem nýtast í bíla og létta þá – sem aftur sparar eldsneyti og dregur úr losubn gróðurhúsalofttegunda.