sunnudagur, 16. nóvember 2014

Verkföll: Með betlistaf í hendi

og verkföllin vaka og sofa yfir okkur ekkert gerist,  ráðamenn hugsa strategíur og ætla að vinna, enginn er maður með mönnum ef hann vinnur ekki, nýtur ekki sigursins .....

af hverju bendir menntamálaráðherra ekki sveitarfélögum að rækja sína skyldu að starfrækja tónlistarskóla, þar sem virkt starf fer fram?

við viljum hafa okkar óperu sinfoníur tónlistarfólk skemmtikrafta, við viljum njóta ......

við viljum hafa ánægða nemendur, við viljum að foreldrar séu ánægðir með börnin sín og viti hvar þau eru meðan þeir eru í vinnu

við verðum að gera grein fyrir því að við hvert svona verkfall, missum við nokkra tugi nemenda sem leita frekar annað í vinnu eftir nám, koma aldrei heim,  við missum hundruðir sem hætta í tónlistarnámi. Við missum nokkra færa og vel menntaða kennara.

Ég fór í Hörpu í gærkvöld á Don Carlo í Óperunni okkar. Það þarf meira en smá að koma svona sýningu upp.  Ótrúlega stór hópur af menntuðu fólki, tónlistar, myndlistar, ljóslistar, handiðnar. Þetta fólk lætur ekki bjóða sér hvað sem er.

Ég sat bergnuminn, söngur og leikur Kristins, Helgu Rósar, Odds, Hönnu Dóru, Jóhanns Friðgeirs, og svo framvegis.  Aría Filippusar eftir hlé, syngur enn í Hausnum á mér. Þessi vinna þessa listafólks fæst með áratugavinnu og puði.  Við megum þakka fyrir hversu margt fólk leggur á sig vanþakklátt starf.  En þarf enn að ganga með betlistaf fyrir stjórnmálamenn.

Síðan koma þessir sömu þegar á þarf að halda skemmtikröftum, útihátíðum, flokksuppákomum og svo framvegis.  

Sama á við lækna, hversu margir fá nóg? Framhaldsskólakennarar, vanþakklætið drýpur af valdamönnum.  Við erum ekki ein, við erum fólk sem fáum vinnu og landvistarleyfi. Svo eftir sitja gamalmenni eins og ég meðan aðrir hugsa sér til hreyfings.