Við sem sækjum Laugardalslaugina nokkuð stíft höfum verið þolinmóð upp á síðkastið. En nú eru allar viðgerðir að baki. Og Laugin er orðin að algjöru sæluríki. Flottir pottar, fínir klefar, æðisleg sturtuaðstaða. Allt eins og maður vill hafa það.Smá til að setja út á, skápar sem maður þarf að setja eitthvað á milli stafs og hurðar til að þeir lokist ekki, kranar í raksturaðstöðunni sem maður þarf að hafa höndina á allan tímann.
Við Íslendingar erum ekki meðvituð um hvílíka guðsgjöf við höfum þar sem er hveravatn. Og það er auðséð hversu ferðalangar víða að úr heiminum kunna að njóta. Það er oft að horfa á þá njóta. Þetta er svo einstakt. Því á að hrósa yfirvöldum og tæknimönnum fyrir gott starf.
Ég fékk líka á mig sól í 4 mínútur síðdegis, það var dásamlegt. Og gufan var unaðsleg í 10 mínútur. Stelpan sem var með pabba sínum og elskaði sápu var ekkert smá, yfirleitt heyrir maður börning gráta vegna sápunnar en þessi elskaði sápu!
Já, Hrós vikunnar fá starfsmenn Reykjavíkurborgar. Og meirihlutinn ef þeir láta ekki húseigendur kúga sig í Miðbænum. Þá kýs maður bara eitthvað annað, eða ekkert.
Svo er ný Self Portrait Dylans í Ágúst. Við aðdáendurnir bíðum spennt.
miðvikudagur, 17. júlí 2013
Topparnir: Þeir fá alltaf sitt
Þurfum við að hafa mörg orð um það? Forstjórarnir sjá um sig. Og Már líka !!! Við hljótum öll að gleðjast yfir velgengni þessara öndvegiskarla. Þeir passa upp á sitt fyrir dómstólum eða ekki.
Heildarlaun forstjóra og framkvæmdastjóra hjá ríkinu hækka um allt að 287 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs.
Svo er ný stjórn TryggingastofnunarRíkisins. Formaðurinn, Stefán Ólafsson heldur sæti sínu enda hefur hann tekið ótrúlega mikið undir margt á vegum Framsóknar upp á síðkastið, auk þess sem hann er prýðilega hæfur í þetta starf, sama má segja um Ástu Möller, en fátt kemur þarna á óvart. Nokkuð margir úr kjördæmi ráðherra. En það virðist ekki vera mikil sérmenntun eða víðtæk þekking á þessum málaflokki eða fjármálum.
Þetta er nú stofnun sem veltir einna mestu á okkar landi, ég held að hún ætti að vera betur mönnuð, kannski hef ég rangt fyrir mér.
Heildarlaun forstjóra og framkvæmdastjóra hjá ríkinu hækka um allt að 287 þúsund krónur samkvæmt nýlegum úrskurði kjararáðs.
Mest hækka laun Harðar Arnarsonar, forstjóra Landsvirkjunar, um 287 þúsund krónur, rúm 21 prósent. Hann er nú með 1,6 milljón króna í mánaðarlaun.
Fréttastofa RÚV greinir frá þessari ákvörðun kjararáðs en þar kemur fram að hækkanirnar hafi tekið gildi 1. ágúst í fyrra, en ákvörðunin var tekin í lok júní í ár.
Hörður mun því fá tæplega 3,2 milljóna króna uppbótargreiðslu fyrir laun sem greidd verða afturvirkt. Vitanlega verður tekjuskattur greiddur af þeirri upphæð.
Már Guðmundsson seðlabankastjóri mun fá 20 prósenta launahækkun – 253 þúsund krónur meira á mánuði - og verður með eina og hálfa milljón á mánuði. Hann má búast við tæplega 2,8 milljóna uppbótagreiðslu.
Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans fær einnig 20 prósenta launahækkun en er nú með tæpar 1,4 milljónir króna í mánaðarlaun. Laun hans hækkuðu um 226 þúsund krónur tæpar. Uppbótagreiðsla hans verður tæpar 2,5 milljónir.
Lágmarkslaun eru 204 þúsund krónur og því hækka laun þessara stjórnenda sem nemur vel rúmum lágmarkslaunum.
Svo er ný stjórn TryggingastofnunarRíkisins. Formaðurinn, Stefán Ólafsson heldur sæti sínu enda hefur hann tekið ótrúlega mikið undir margt á vegum Framsóknar upp á síðkastið, auk þess sem hann er prýðilega hæfur í þetta starf, sama má segja um Ástu Möller, en fátt kemur þarna á óvart. Nokkuð margir úr kjördæmi ráðherra. En það virðist ekki vera mikil sérmenntun eða víðtæk þekking á þessum málaflokki eða fjármálum.
Þetta er nú stofnun sem veltir einna mestu á okkar landi, ég held að hún ætti að vera betur mönnuð, kannski hef ég rangt fyrir mér.
---------------------------------------------------------
Aðalmenn:
Stefán Ólafsson, prófessor, formaður stjórnar
Ásta Möller, fyrrv. alþingismaður, varaformaður
Halldóra Magný Baldursdóttir, fulltrúi gæðamála hjá OR
Kristinn Jónasson, bæjarstjóri
Sigrún Aspelund, skrifstofumaður
Varamenn:
Bryndís Friðgeirsdóttir, kennari
Elín Jóhannsdóttir, leikskólakennari
Guðjón Snæfeld Magnússon, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri
Petrea Ingibjörg Jónsdóttir
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)