sunnudagur, 5. mars 2017

Sigmundur Davíð: Leikur sjálfan sig.

Enn er hann í fjölmiðlum, maðurinn án sómatilfinningar. Þið vitið um hvern ég er að skrifa.
Og kristin samtök taka undir siðleysishjal fyrrum forsætiráðherra rúinn öllu trausti.

Útúrsnúningar hans eru merkilegir. Við sem þekkjum undanfarann , æðsta valdamann landsins sem forðaðist að láta  taka viðtöl við sig,  eitthvað órólegt innra, vissi á hverju var von. Svo skall ofviðrið yfir. Viðtal ársins. Panamaævintýri, einnar Evru sala á hlut sínum, eilífir undanslættir, þátttaka í  kröfum Hrægamma á hendur íslenskum banka. 
Bessastaðaförin alræmda. Allt eru þetta atburðir skráðir á spjöld sögunnar. Þeim verður ekki breytt með Undanskotum og útúrsnúningum. 

Þetta gerðist allt. Aðalpersónan var Sigmundur Davíð, aðrir eru aukaleikarar. Þegar maður hefur sett sjálfan sig á þann ófrægingarstall, lætur maður sig hverfa af leiksviðinu. 


Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað



Þá gagn­rýndi Sig­mund­ur einnig þá sem stóðu að viðtal­inu og sagði það að miklu leyti hafa snú­ist um að „rugla viðmæl­and­ann í rím­inu“ og spyrja spurn­inga til að fá svör sem væru svo klippt sam­an sem svör við öðrum spurn­ing­um.
Að sögn Sig­mund­ar Davíðs tók hann á sín­um tíma ákvörðun um að segja af sér sem for­sæt­is­ráðherra þar sem hann mat það sem svo að það væri „mik­il­væg­ast af öllu“ að rík­is­stjórn­in fengi svig­rúm til að klára þau verk­efni sem lægju fyr­ir.
„Ég var þeirr­ar skoðunar að það ætti að reyna að lág­marka tjónið.“

Gæti skrifað lang­an lista

Spurður um hvort hann hefði gert eitt­hvað öðru­vísi, hefði hann vitað hvaða af­leiðing­ar viðtalið myndi hafa, sagði Sig­mund­ur að svo væri.
„Auðvitað væru það fjöl­mörg atriði, ég gæti skrifað lang­an lista um hluti sem eft­ir á maður myndi gera öðru­vísi, vit­andi hvernig hlut­irn­ir þróuðust og hvað lá að baki.“
Hann hefði þá til dæm­is greint frá viðtal­inu og efni þess strax en þrjár vik­ur liðu milli þess sem viðtalið var tekið upp og þar til það var birt. Sig­mund­ur seg­ist í raun hafa skrifað bréf um efni viðtals­ins sem hann hafi ætlað að senda fjöl­miðlum en hon­um var ráðlagt að gera það ekki. Aðal­atriðið væri að hann svaraði öll­um spurn­ing­um og kæmi upp­lýs­ing­um um Wintris og teng­ingu hans við fyr­ir­tækið á fram­færi.mbl.is