sunnudagur, 21. febrúar 2016

Ófærðin er ómótstæðileg!

Jæja, þá er Ófærðin á enda og einmana hetjan gengur niður þorpsgötuna, maður vonar að hann detti ekki og roti sig (ég gerði það í janúar). Mikið er gaman að upplifa það að íslenskir kvikmyndagerðarmenn, geta gert mynd af þessum gæðaflokki, þar sem allt verk, handverk, handrit, umhverfi, leikur og tónlist  eru af gæðaflokki sem gleðja skilningarvit okkar. 

Við hljótum að óska höfundum, leikstjórum, leikurum og öllu starfsfólki til hamingju. Leikarar, sérstaklega Ólafur Darri, Ilmur, Kristján Franklín, hann var unaðslegur sem alvöru skúrkur í kvöld, týpískur fjármálaskúrkur sem mun una sér vel á Kvíabryggju með banka sakleysingjunum. 

Við óskum Balthasi Kormáki til hamingju með þetta einstaka afrek, vonandi fáum við betri og gæfuríkari Útrás núna í lista heiminum, en fyrir 10 árum, ég þarf ekki að segja hvar. Og Ólafur Darri hefur sýnt það að hann er sönn hetjuímynd með allar áhyggjur heimsins á herðum sér. Megi hann vel farnast í ófærðinni og vetrardrunganum hjá okkur. 
 ,