laugardagur, 22. mars 2014

Gunnar Bragi: Next stop Kiev

Gunnar Bragi reynir að verða nýr Jón Baldvin:  Stekkur upp í næstu vél birtist á byltingartorginu í Kiev. Klyfjaður íslensku 
lambakjöti og íslensku (eða er það írskt) smjöri.  Spurning er hvort lýðurinn fagni. 

Framsóknarráðamenn reyna að skera fæðingarstrenginn við Forsetann.  Hann er farinn að herða að hálsinum.  Gunnar Bragi tekur fyrstu sjálfstæðu ákvarðanir sem ekki vekja kjánahroll.  Pútín hjálpar þeim að uppgötva hversu hún er heimskuleg hugmyndafræðin sem byggir á að hlaupa upp í faðminn á einræðisherra.  Sáuð þið kosningakassana á Krím?  Gegnsætt plast !!!!! Ég sá ekki kjörklefana. 

Margir vilja losa sig við faðmlag við Forseta okkar, Birgir Ármannsson fyllist skelfingu þega hann nálgast.  Og Bjarni Ben vill frekar faðma aðra.  

Bjarni ræddi við David Cameron


Þar eru á ferðinni harðorð mótmæli  gegn Pútín.  En er nokkuð annað að gerast?  En mótmæli?  ÖSE samþykkir að senda eftirlitsfulltrúa til Úkraínu, en sættir sig við að engir fulltrúar séu sendir til Krímskaga!!!! Sýnir þetta ekki einu sinni enn máttleysi Vesturlanda gegn Pútín?   Hvar er líklegast að minnihlutahópar séu ofsóttir en á Krím???  

Og Gunnar Bragi, blessaður sé utanríkisráðherrann okkar, vonandi að ferð hans til Kiev skili jákvæðu hjartalagi landsmanna á hans eigin landi til hans og stjórnarinnar.  Hann má ekki við meiri bömmer. Ef hann vantar ráðgjafa þá er ég til !!!!