mánudagur, 27. október 2014

Verjum velferð: Nú er lag

Nú er hafið læknaverkfall.  Skæruverkfall til að minna á að þjónusta og tæki okkar eru á niðurleið. Til að minna á að við getum misst stóran hluta af okkar góða sérfræðingaliði svona einn tveir og þrír úr landi.  Og hvað ætlum við að gera?  Fólkið í landinu sem þarf að nota þessa þjónustu?

Þeir sem stjórna landinu um þessar mundir virðist vera fyrirmunað að skilja aðstöðu venjulegs fólks. Flestir ráðherrarnir eru silfurskeiðabörn sem hafa aldrei komið að störfum.  Sumir verið í pólitík alla ævi.  Hafa aldrei litið í eigin barm.  Samanber innanríkisráðherra á Kirkjuþingi.  Bjálkinn og flísin.  

Já, er ekki kominn tími til góðra verka?  Verjum velferð.  Er ekki liðinn tími að horfa á kjánana göslast í drullupollunum og segja fúla brandara?   Verðum við ekki að verja; grunnþjónustu alla, tryggingakerfið, heilbrigðiskerfið, skólakerfið.  Höfum við ekki horft á einum of lengi? 



Er ekki kominn tími til að tengjast?  Er ekki komið nóg?