Þeir sem stjórna landinu um þessar mundir virðist vera fyrirmunað að skilja aðstöðu venjulegs fólks. Flestir ráðherrarnir eru silfurskeiðabörn sem hafa aldrei komið að störfum. Sumir verið í pólitík alla ævi. Hafa aldrei litið í eigin barm. Samanber innanríkisráðherra á Kirkjuþingi. Bjálkinn og flísin.
Já, er ekki kominn tími til góðra verka? Verjum velferð. Er ekki liðinn tími að horfa á kjánana göslast í drullupollunum og segja fúla brandara? Verðum við ekki að verja; grunnþjónustu alla, tryggingakerfið, heilbrigðiskerfið, skólakerfið. Höfum við ekki horft á einum of lengi?
Er ekki kominn tími til að tengjast? Er ekki komið nóg?