Nokkrum dögum áður, nánar til­tekið föstu­dag­inn 22. apr­íl, hafði Ólafur Ragnar farið í við­tal til frétta­­kon­unar Christ­i­ane Aman­po­­ur, á banda­rísku ­sjón­varps­­stöð­inni CNN. Aman­pour spurði Ólaf Ragnar um Pana­ma­skjölin og hreint út hvort hann eða fjöl­­skylda hans væri tengd aflands­­fé­lög­um: „Átt þú ein­hverja aflands­­reikn­inga? Á eig­in­­kona þín ein­hverja aflands­­reikn­inga? Á eitt­hvað eftir að koma í ljós varð­andi þig og fjöl­­skyld­u þína?” spurði hún. Ólafur var afdrátt­­ar­­laus í svörum: „Nei, nei, nei, nei, ­nei. Það verður ekki þannig.”
Kjarn­inn beindi fyr­ir­­spurn til emb­ættis for­­seta Íslands vegna Lasca Fin­ance í síð­ustu viku. Í svari þess seg­ir: „Hvorki for­­seti né Dor­­rit vita neitt um þetta félag né hafa heyrt af því áður. Faðir Dor­­ritar er lát­inn og móðir henn­­ar, sem er 86 ára, man ekki eftir neinu slíku félag­i."
Stundin segir: 

Eða hvað?

Í aðalumfjöllun vefútgáfu Süddeutsche Zeitung er fjallað um ósannindi forseta Íslands undir fyrirsögninni: „Nei, nei, nei, nei, nei – eða hvað?“

Þar segir: „Forseti Íslands fullyrti að kona hans hefði ekkert að gera með aflandsfélög. Samt er nú gert opinbert: Forsetafrúin hafði tengsl við nokkur skúffufyrirtæki.“