sunnudagur, 12. febrúar 2017

Amir : Blessuð sé mildi þeirra!!!

Enn opinberast mannvonska íslenskra yfirvalda. Hlustið
 á frásögn Andra Snæs af viðskilnaði yfirvaldanna við íranska flóttamanninn sem getur átt von á aftöku ef hann verður sendur heim (43 mínúta).
Skilinn eftir á flæði skeri í Erlendri stórborg. Blessaður sé hlýleiki þeirra.

Fólk fær  ekki að heimsækja ættingja sína á Íslandi, það gæti viljað búa hér., huxið ykkur búa hér!  Fær ekki að heimsækja systkini sín. Hver skipar þessu fólki fyrir verkum?Hver býr til þennan ómannúðlegar ramma?

Hvað er að ske? Amir sem er giftur maðurá Íslandi, dauður maður í Íran, hvers manns hugljúfi, ótal manna sem myndu mæla með honum, selja sálu sína fyrir hann, ef þeir væru spurðir. En kemur marinn og sár og blár. frá viðskiptum sínum við lögreglu, fær ekki að kveðja vini, hvað þá eiginmann?

Hvað er að ske, er ég að missa af einhverju? Er þetta ríkisstjórn Óttars Proppés og Bjartar Ólafsdóttur? Er þetta  Draumadjobbið, að vera fasisti??? Að vinna með Trump? Trump Íslands?
kallar hann mig kallar hann þig