þriðjudagur, 24. október 2017

Biskupinn sýnir flokksskírteinið

Nú er biskupinn kominn í kosningaham.  Hún fræðir okkur um sinnaskipti og siðbót eins og alvöru biskupar hafa gert í gegnum aldirnar. Eitthvað er samt óljóst og þruglkennt hvar sannleikurinn á heima. Enda er viðtalið við hana sem vitnað er í Morgunblaðinu og langt er síðan sannleikur eða siðvitund flýðu þaðan. 


Hún hefur fundið nýja leið til að finna rótina og gildin. Það gerir maður með því að núllstilla hlutina. Þetta er hrein snilld. Það hlýtur að vera aðeins á færi Biskups  að núllstilla græðgina þegar í hlut eiga Auðmenn þjóðarinnar undir forystu Bjarna Ben og Sigmundar Davíðs sem þriðjungur þjóðarinnar virðist ætla að kjósa. Enda leyfa þeir enga sannleiksleit í sínu ríki.


Nei. Það myndi enginn Snowden eða Manning geta komist upp með neitt nálægt henni.  Assange  hefði bara unnið í Bibleleaks. Er Biskupsstofan deild í Sjálfstæðisflokknum?





Í viðtalinu segist Agnes meðal annars óttast að alþingiskosningarnar um næstu helgi skili okkur ekki einhverju nýju nema menn átti sig á því að það þurfi að taka sinnaskiptum. Þá segir hún að siðbót í íslensku þjóðlífi ætti að felast í endurnýjun á þeim gildum sem við höfum reitt okkur á í aldanna rás og hafa verið siðferðilegur grunnur lífsviðhorfa okkar. „Ein leið til að komast að rót vandans er að greina hann, draga sannleikann fram í hverju máli og núllstilla hlutina,“ segir Agnes, en segir hins vegar ekki allt leyfilegt í sannleiksleitinni og að ekki sé siðferðilega rétt að afhjúpa sannleikann með stolnum gögnum.