miðvikudagur, 25. júní 2014

HM: Ruddaskapur,snilld og 3 bit

Mikið er knattspyrna orðin ruddaleg íþrótt.  Það sér maður vel í Brasilíu um þessar mundir.  Stöðugt eru leyfðar meiri og meiri hrindingar.  Flestir eru með handleggina í andlitum andstæðinganna.  Sem var stranglega bannað fyrir nokkrum áratugum.  Þá var stranglega bannað að hrinda frekjulega, maður varð að gera það með höndina niðri með síðunni þegar maður ýtti á andstæðinginn.  Nú er öldin önnur.  Löppinni skellt fyrir þann fljótari í hverjum einasta leik, hrint á bakið á andstæðingunum. Hausarnir skella saman og mynda dásamlega tónlist meðan blóðið skvettist í allar áttir.  Og hámarkinu í ógeðinu er þessi Uruguay maður sem bítur andstæðingana og setur á svið Óskarsleik fyrir framan heiminn.  

Svo er hitt hversu margt er undurfagurt, i leik, skipulagi og einstaklingsframtaki það hlýjar manni um hjartarætur. Það nægir ekki að æfa til að verða snillingur.  Þetta er líka eitthvað meðfætt,  fótboltagenið er langtum göfugra en framsóknargenið!!!!!!   Svo koma alltaf nýir furðufuglar fram á sjónarsviðið sem dans inn í Evrópuknattspyrnuna í evru og dollararegni.     

Já, svo megum við ekki gleyma þessu, verkfall leikmanna á HM!!!! 

Leikmenn Gana hættu við að æfa í gærkvöldi þar sem bónusgreiðslur frá knattspyrnusambandinu höfðu ekki borist. 

Þetta staðfesti James Appiah, landsliðsþjálfari Gana, á blaðamannafundi í dag, en framundan er leikur gegn Portúgal á morgun í G-riðli Heimsmeistaramótsins. 

Enn fremur staðfesti Appiah að ríkisstjórn Gana hefði gripið inn í málið og eru þrjár milljónir dollara um borð í flugvél sem nú er á leið til Brasilíu til að leysa málið. 

Landsliðsmennirnir höfðu krafist þess að fá greiddann fyrirfram samdan bónus fyrir leikinn gegn Portúgal og nú er ljóst að því verður. 

Hér er þrenna meistara Suarez !!!!!   (utube)