sunnudagur, 7. ágúst 2016

Vinstriflokkar: CH Hermansson látinn 98 ára gamall




Einn merkasti fulltrúi vinstristefnu og sósíalisma á Norðurlöndum lést í lok júlímánaðar.  Það var CH Hermansson sem var formaður Kommúnistaflokks Sviþjóðar. Sveriges kommunistiska parti og síðan Vänsterpartiet Kommunisterna, VPK, sem í dag heitir Vänsterpartiet, Vinstriflokkurinn, og á ekkert skylt við Vinstriflokkinn í Danmörku.

CH eins og hann var alltaf kallaður fæddist 1917 og ólst upp í skugga Kreppu, Nazisma og heimsstyrjaldar.  Hann var leiðtogi kommúnista 1964 til 1975.  Á hans tíma urðu miklar breytingar í veröldinni.  Hann var viðstaddur útför Stalins, mótmælti innrásinni í Tékkóslóvakíu, og tók þátt í þeirri breytingu vinstri sósíalista yfir í umhverfis og jafnréttisflokk. En um leið átti hann erfitt að slíta böndin við Sovét algjörlega.  Samskipti við löndin austan Járntjaldsins voru oft ansi flókin. Austur-Þjóðverjar höfðu til dæmis langtum meiri samskipti við sósíaldemókrata en kommúnista. Þar sem hann sá fyrir breytingar í atvinnulífinu sem gerðu ríkisstarfsmenn að almennu launafólki.  Hann var stöðugt vakandi og lifandi og skrifaði um nýja strauma og stefnur langt fram á þessa öld.


Þegar ég bjó í Svíþjóð og fylgdist grannt með sænskri pólitík var alltaf gaman að sjá CH í fjölmiðlum snjall í sjónvarpsþáttum og sjarmerandi, þótt hann skákaði ekki Olaf Palme.  En það sem hans verður helst minnst eru skrif hans og rannsóknir um sænska auðvaldið hann var menntaður sem hagfræðingur og stjórnmálafræðingur  hjá Gunnar Myrdal og Herbert Tingsten .  Hann tók sér til og rannsakaði hverjir það væru sem ættu Svíþjóð.  Hvaða auðmenn voru í raun þeir sem stjórnuðu þessu landi.  Það voru 15 fjölskyldur sem hann nefndi.  Kaldhæðni var að hann var giftur inn í ríka fjölskyldu svo hann var auðugasti stjórnmálamaður í Svíþjóð vegna samsköttunar! En hann laug ekki til um eignir sínar!  

Hér er viðtal við hann frá 2009,  það lýsir honum vel!