mánudagur, 16. júní 2014

Íþróttaveisla á 37kílómetra hraða.

Íþróttaveisla:  Þá fer af stað klöguliðið sem segist ekki hata íþróttir en vill samt hafa þær svona passlega langt frá sér.   Það er skrítin þessi síbylja þegar maður hugsar um allt framboðið af sjónvarpsefni  sem boðið er upp á.  Höfuðleikir eru sýndir á aðalríkisstöðvum alls staðar á Norðurlöndum og í Þýskalandi á tækinu mínu.  Ef maður vill ekki horfa á bolta þá fer maður bara annað.  Það eru sápuóperur í RÚV á hverjum degi, ég kvarta ekki yfir því.  Spennuþættir sem eru ekki fyrir mig.  Þá fér ég bara annað.  

Auðvitað horfi ég á Heimsmeistara og Evrópukeppnir í fótbolta og handbolta.  Ég æfði þessar greinar sem barn og unglingur.  Svo einstaka landsleiki.  Eins og handboltaleikinn í gær.  Hann var sorglegur.  Einhvern veginn vissi ég um leið og Bosníumaður hirti boltann í fyrstu sókn Íslendinga að þetta yrði raunadagur. Slík varð raunin.  Það var eins og við kæmum í leikinn og værum búin að vinna hann fyrirfram.  Allt of mikið af feilsendingum, miður góðri vörn.  Því fór sem fór.

Það hafa verið skemmtilegir leikir á fyrstu stigum keppninnar, Brasilía- Króatía, Holland- Spánn, Ítalía-England.  Sem boðar vel og í dag er Þýskaland og Portúgal.  Óvænt úrslit.  Sigurmark Sviss gegn Ekvador, sigur Costaríka gegn Uruguay.   

Það er blautt úti og regn, svo það er gott að halla sér afturábak í stól og horf á leik.  Og 17. júní á morgun. Við fáum eitthvað spaklegt frá valdamönnum eða þannig.   

Þessi frétt úr mbl.is,  37 kílómetra hraði hjá Robben !!!!!   

Hol­lenski snill­ing­ur­inn Ar­jen Robben var held­ur bet­ur létt­ur á fæti í 5:1 sigri Hol­lend­inga á Spán­verj­um á föstu­dag. Hann skoraði tvö mörk, þar af eitt eft­ir glæsi­leg­an sprett sem inn­siglaði sig­ur­inn.
Sprett­ur­inn sá er raun­ar sá hraðasti sem FIFA, Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bandið, hef­ur nokkru sinni mælt hjá leik­manni. Robben var mæld­ur á 37 kíló­metra hraða þegar hann stakk Sergio Ramos, varn­ar­mann spænska liðsins, af en hann var mæld­ur á 30,6 kíló­metra hraða. Það þýðir að Robben hef­ur verið nokkuð yfir há­marks­hraða í mörg­um íbúa­göt­um hér á landi!
Hol­lend­ing­ar eru efst­ir í B-riðli með þrjú stig líkt og Síle en hafa betri marka­tölu.
Arjen Robben stingur sér fram fyrir Sergio Ramos á sprettinum fræga.
Ar­jen Robben sting­ur sér fram fyr­ir Sergio Ramos á sprett­in­um fræga. AFP