miðvikudagur, 4. desember 2013

Gunnar Bragi í hörðum heimi

 Háttvirtur utanríkisráðherra gleður okkur stöðugt, hann virðist halda það að það ríki sömu  vinnubrögð hjá ESB og hjá Kananum forðum daga þegar xD og xB valdamenn mokuðu upp peningum eins og úr flórnum í sveitinni heima í fjóshauginn án þess að láta nokkuð af hendi rakna í staðinn. Nei  IPA verkefnin tengdust viðræðum og þróun ýmislegs til að gera umsóknarlönd hæfari að starfa í sambandinu.  

En mér sýnist ESB sé líka að fresta sínum hluta af viðræðunum eins og ríkisstjórnin hefur gert.  ESB  veit líka að ríkisstjórnin hefur enn ekki lagt neitt fyrir Alþingi um þessarr viðræður sem Alþingi samþykkti.  Svo nú er stöðvun í framkvæmd.   Og vísindi og þróun fá að gjalda fyrir þetta sérstaklega þegar rannsóknum er sópað af borðinu og verða vart þar inni næstu 4 árin þegar öll áhersla er á skuldalækkun heimilanna í almennri framkvæmd. Já, lesendur góðir þetta  er áfall fyrir vísindaheiminn okkar, það lítur út fyrir að við sökkvum inn í svartnætti skapandi lista og menningar.  


  • Verkefni á vegum Náttúrufræðistofnunar og Landmælinga Íslands um uppbyggingu á NATURA 2000 samstarfsneti á Íslandi og innleiðing vistgerða- og fuglatilskipana ESB.
-Verkefnið Katla jarðvangur á vegum Háskólafélags Suðurlands.
-Verkefni á vegum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sem felst í víðtækum aðgerðum til að efla menntunarstig og atvinnu.  
Verkefni á vegum Hagstofunnar.

Og rítstjórinn í Hádegismóum þarf að eiga orð í þessari umræðu.  
Ákvörðun Evrópusambandsins verður ekki misskilin. Skilaboðin eru að sambandið vilji slíta viðræðunum og hafi ekki áhuga á að halda Íslandi sem umsóknarríki. Sú afstaða er út af fyrir sig ánægjuefni og ætti að auðvelda íslenskum stjórnvöldum að setja punktinn aftan við þá ömurlegu sögu sem umsóknar- og aðlögunarferli Íslands að Evrópusambandinu hefur verið.
Já við eigum auðvitað ekkert  erindi í þessu ólýðræðislega sambandi eins og utanríkisráðherrann hefur ítrekað.  Svo enginn varð hissa á þessu smáskoti ESB, allir samningar byggjast á samráði og samvinnu.  Íslendingar eiga ekki að halda að Gullkálfarnir bíði í röðum í Brussel eftir gírugum  umhverfisóvinum úr Skagafirðinum.

Ég held að það sé kominn tími fyrir Ríkisstjórnina að horfast í augu við veruleikann.  Hann er oft harður þessi veruleiki en hann verður ekki auðveldari með því að loka augunum og halda að allt gangi okkur í haginn með því.    Og ritstjórinn skáldmælti er ekki besti ráðgjafinn okkar á þessum tímum.  Hann var okkur dýr fyrir nokkrum árum og það er bestt að það endurtaki sig ekki.