föstudagur, 1. nóvember 2013

LOU REED: Götuskáldið góða

Seint í gærkvöldi fletti ég rásunum á sjónvarpinu og kom inn á tónleika frá 2011 þar sem Lou Reed var enn á ferð einhvers staðar í Frakklandi, á útítónleikum. Ætli þetta hafi verið síðasta ferð hans til Evrópu?  Þetta var þreyttur maður á sviðinu, en hann vann sig upp úr þreytunni, var með gott ungt band, frábæran fiðluleikara og gítarleikara. Hann endaði á Cold Blue Eyes og túlkaði sjálfan sig þar guðdómlega.  Hann átti enn mikið til.  Ég táraðist. 

Ég veit ekki hvernig hann var í umgengni.  Margir áttu erfitt með hann.  Egóið var stórt. John Cale, félagi hans úr Velvet Underground, annar snillingur,  var í ástarhaturssambandi við hann.  Þeir komu saman aftur og gerðu minningarplötuna um  Andy Warhol: Songs for Drella ferðuðust um heiminn. Svo var það búið.  En svo fóru þau í lokatónleika uppúr 90 minnir mig.  

Lou var götuskáld, ansi margar eru sögur hans af fólki á mörkum, útgangsfólk, dópistar, samkynhneigðir, .  Lífinu í stórborginni, ungu fólki á villigötum, ekki má gleyma ástinni, hún var víða, þrátt fyrir allt. Harður hljómurinn í undirleiknum á fyrstu plötunum var í andstöðu við viðkvæmnislegar sögurnar af götunum.  En hann átti marga strengi. Við eigum eftir að koma til hans aftur og aftur. Berlín og Loaded voru mínar uppáhaldsplötur.  Svo voru einstök lög Sweet Jane, Rock n Roll music, Perfect day, Walk on the wild side. Og svo framvegis.  

Hann var lengi í sambúð með Laurie Anderson tónlistarkonu og fjöllistamanni og hún sendi út stutt minningarorð: 

To our neighbors:
What a beautiful fall! Everything shimmering and golden and all that incredible soft light. Water surrounding us.
Lou and I have spent a lot of time here in the past few years, and even though we’re city people this is our spiritual home.
Last week I promised Lou to get him out of the hospital and come home to Springs. And we made it!
Lou was a tai chi master and spent his last days here being happy and dazzled by the beauty and power and softness of nature. He died on Sunday morning looking at the trees and doing the famous 21 form of tai chi with just his musician hands moving through the air.
Lou was a prince and a fighter and I know his songs of the pain and beauty in the world will fill many people with the incredible joy he felt for life. Long live the beauty that comes down and through and onto all of us.
— Laurie Anderson
his loving wife and eternal friend