laugardagur, 29. ágúst 2015

Hátíð í bæ: Heimsmeistaramótið í Peking

Það er hátíð í bæ hjá mér.  Heimsmeistarakeppnin í frjálsum íþróttum í Peking.  Svo hef ég tæifæri að horfa á þessa hátíð í beinni sem vinnandi fólk hefur ekki tækifæri til (alla vega flest).  Það var að vísu leitt að sjá að 2 keppendur okkar náðu ekki langt.  Anita gerði þó sitt besta var nálægt því að komast í undanúrslit.  Ég vona að næsta ár verði árið sem hún sýnir hvað í henni

býr.  Það var ótrúlegt að sjá hversu margir nýir og áður óþekktir meistarar voru krýndir.  Það var líka merkilegt að upplifa stórveldin tvö bíða alvarlega hnekki.  Bandaríkin og Rússland sem hafa verið stórveldin í þessu líka í áratugi.  Þar verða heilabrot á næstunni. 

En það eru nokkrir kóngar og drottningar, Bolt, Felix, Farah, Keníamenn sem ég man aldrei nöfnin á, Frace-Pri. En það var svo ótal margt sem gladdi mig, langstökk og þrístökk, nærri því heimsmet í 20 ára met Jonatan Edwards, Keníamaður gull í spjótkasti. 

Ásdís nær sér ekki á strik á stórmótum, þýðir ekki að koma og kasta 56 metrum og gera allt annað ógilt.   Það er mikil samkeppni ótrúlega margir gera sitt besta, slá landsmet eða álfumet.   Sigurvegarar þessa móts eru Jamaicamenn (smaþjóð innan um þau stóru) Keníamenn koma sterkir. 


Vonandi koma ekki upp ótal dópmál, til að eyðileggja ánægu manns.  Víða er pottur brotinn í þessu. Seinasti dagur á morgun eða í nótt ef ég vaki, þetta er gleðitíð.  Það er gott að geta glaðst, lífið er ekki bara bömmer.
Ég er farinn að hlakka til Ólympíuleikanna á næsta ári.