mánudagur, 12. desember 2016

Stjórnleysi: Einkavæðingarhákarlarnir bíða

Það er engin furða þótt erfitt sé að mynda stjórn.  Hagsmunir fólksins í landinu eru svo ólíkir. Og búið er að hringla í ýmsum þannig að þeir trúa því að það séu ekki til peningar fyrir helstu velferðarnauðsynjum. Spítölum, læknisþjónustu, lágmarksþurftum fólks.

Við höfum aldrei haft það svo gott segir Bjarni, það er auðvitað rétt þegar hann talar fyrir sjálfan sig og sína.  Hann sem komst hjá Hruni af því hann fékk réttar upplýsingar.   Hann hefur það djöfulli gott.  Hann og hans fjölskylda. Hann hefur hjálpað að liðka fyrir því fólki að stofnanir á góðu verði hrjóti í fang þess.  

En hann veit ekki um annað fólk, hann þekkir ekki hlutskipti annars fólks.  Ég hjóla framhjá á miðvikudögum þar sem fólk bíður í röðum eftir matarpokum.  Bjarni myndi ekki þora að láta sjá sig þar.  Þetta er ekki hans veruleiki, þess vegna er hann ekki til.   Ég skaut því fram á Facebook hve oft hann hafi heimsótt Landspítalann en hann úthúðaði forstjóranum í seinustu viku fyrir að segja sannleikann. Líklega hlustar hann ekki á fréttir þegar sagt er frá legu fólks á neyðardeildum sem bíður eftir að komast til sérfræðinga.  Hann hefur líklega ekki flett upp skýrslu Landlæknis um biðlista í aðgerðir.  Það tók mig 4 ár að komast með 2 hné mín í aðgerðir (já Bjarni ég hef 2 hné) .   

Enn hefur hann og Benedikt og Viðreisn þá trú að að það skapi mest að láta hátekjufólk borga sem lægsta skatta til að láta hjólin snúa.  Þótt Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi varað mjög gegn því. Að það sé hættulegt að láta almannaþjónustu drabbast niður og bjóða upp á þjónustu fyrir þá sem geta borgað. 

Svo það er engin furða þótt erfitt sé að mynda ríkisstjórn.   Einavæðingahákarlarnir bíða eftir að hægriflokkarnir geti troðið sér í ráðherrastólana.  Svo sjúkrastofnanir bjóðist á góðum prís. 

Svo ætli við höfum ekki framundan 4 ár mótmæla og vonbrigða.   

Ríkisstjórnarviðræðum fimm
flokka undir stjórn Pírata slitið

Birgitta Jónsdóttir staðfestir það í samtali við Stundina. Hún fer á fund forseta í dag.

http://stundin.is/frett/benedikt-fordadi-500-milljonum-ur-glitni-fyrir-thjodnytingu-og-sendi-til-florida