fimmtudagur, 11. maí 2017

Fyrir hverja eru kerfin...

Þau eru merkileg okkar frábæru kerfi, sem við breytum öðru hverju, engum til hagsbóta nema klíkuvinum,flokknum og ættingjum.
Þegar við höfum forsætisráðherra sem hvað eftir annað hefur lýst yfir fyrirlitningu á vitrænni umræðu um heilbrigðismál, allt er í góðu lagi svo við þurfum bara að halda áfram að gera of lítið eins og núna. 
„Við höfum aldrei sett meiri fjármuni í Landspítalann. Hvað er nóg? Það hefur aldrei verið sett meira í kaup tækja. Við höfum stóraukið framlög til tækjakaupa. Það er rétt að við þurfum að stefna að því að gera betur. Við þurfum líka að gæta að því að ofreisa ekki áform okkar þannig þau hrynji aftur til grunna. Allt sem við erum að gera er afrakstur af verðmætasköpun sem á sér stað,“ sagði hann eitt sinn.

Við höfum heilbrigðisráðherra sem ræður við fátt. Sjúkratryggingar ráða því sem þær vilja ráða. Einkavæðingar andlitin koma undan grímunni. 
REGLUGERÐ um greiðsluþátttöku sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu, er glæsilegt plagg ef ekki guðdómlegt í flækjuvísindum.  Nýr formaður stjórnar Sjúkratrygginga fær nóg að gera í samskiptum við forstjórann alræmda. 

Greiðslur sjúkratryggðs og afsláttarstofn.
3. gr.
Hámarksgreiðsla sjúkratryggðra.
Hámarksgreiðsla sjúkratryggðs almennt í almanaksmánuði fyrir heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð þessari, er 24.600 kr. Fari heildarkostnaður sjúkratryggðs í almanaksmánuði yfir þá fjár­hæð greiða sjúkratryggingar, þ.e. Sjúkratryggingar Íslands eða viðkomandi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er, sbr. þó 4. gr.
Hámarksgreiðsla aldraðra, öryrkja, barna og barna með umönnunarmat í almanaksmánuði fyrir heil­brigðis­þjónustu samkvæmt reglugerð þessari, er 16.400 kr. Fari heildarkostnaður í almanaks­mánuði yfir þá fjárhæð greiða sjúkratryggingar, þ.e. Sjúkratryggingar Íslands eða viðkom­andi heilbrigðisstofnun, það sem umfram er, sbr. þó 4. gr.
Börn með sama fjölskyldunúmer samkvæmt skilgreiningu Þjóðskrár Íslands skulu teljast einn ein­staklingur. Hámarksgreiðsla barna í sömu fjölskyldu, almennt í alman­aks­mánuði fyrir heilbrigðis­þjónustu samkvæmt reglugerð þessari, er 16.400 kr. Fari heildarkostnaður í almanaks­mánuði yfir þá fjárhæð greiða Sjúkratryggingar Íslands eða viðkomandi heilbrigðisstofnun það sem umfram er, sbr. þó 4. gr.
Til að sjúkratryggðir njóti réttinda samkvæmt þessari grein ber veitanda heilbrigðisþjónustu að skila reikningsupplýsingum til Sjúkratrygginga Íslands á því formi sem stofnunin ákveður.
4. gr.
Afsláttarstofn og greiðslur sjúkratryggðs fyrir heilbrigðisþjónustu.
Greiðslur sjúkratryggðs fyrir heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð þessari mynda afsláttarstofn. Afsláttarstofn er nýttur við ákvörðun á greiðslum sjúkratryggðs við kaup á heilbrigðisþjónustu. Afsláttarstofn verður aldrei hærri en hámarksgreiðsla sjúkratryggðs í almanaksmánuði, sbr. 3. gr. Afsláttarstofn flyst á milli mánaða að frádregnum 1/6 hluta af hámarksgreiðslu um hver mán­aða­mót, óháð greiðslum sjúkratryggðs.
Við ákvörðun greiðsluþátttöku sjúkratryggðs vegna heilbrigðisþjónustu samkvæmt reglugerð þessari skal leggja saman afsláttarstofn og greiðslur sjúkratryggðs við kaup á heilbrigðisþjónustu. Séu samanlagðar greiðslur lægri en hámarksgreiðsla, sbr. 3. gr., greiðir sjúkratryggður kostnaðinn allt að hámarksgreiðslu. Kostnaður umfram hámarksgreiðslu sjúkratryggðs greiðist af Sjúkra­trygg­ingum Íslands, ef um er að ræða þjónustu sem þær taka þátt í að greiða, annars af við­kom­andi heilbrigðisstofnun.

Menntamálaráðherrann er svo sár að það skuli fréttast að leikflétta hans um nýja sameiningu rati í fjölmiðla! Hann læðir skólastjórnendum með í undirbúningsnefnd sem er bundin trúnaði og annar rektorinn kemur sér burt sækir um stöðu konrektors í MH! Hann vill ekki vera viðstaddur þetta niðurbrot Mennta verðmæta. Þau eru mörg ólánstíðindin þessa dagana.