Eigum við ekkert erindi? Kemur þetta okkur ekki við?Var enginn fulltrúi okkar viðstaddur?
Enginn þjóðarleiðtogi frá Íslandi
Er Eyjamennskan alveg að fara með okkur? Enginn valdamaður spurður af fjölmiðlum, hvað er mikilvægara að gera þessa helgi? Einhvern tíma hefði Forsetinn talið sig eiga erindi, til að sýna samstöðu með Evrópu. En kannski er það ekki heimurinn okkar? Flokkast þetta undir sparnað? Er þetta pólitísk yfirlýsing, forsætis og utanríkisráðherra ræddu að vísu við sendiherra Frakklands og sýndu samúð. En þurfum við ekki meiri tengsl við næstu nágrannaþjóðir okkar?
Búist er við að rúmlega ein milljón manna muni safnast saman á götum Parísar nú þegar samstöðufundur vegna voðaverka vikunnar er að hefjast. Mikill viðbúnaður er vegna fundarins og munu tvö þúsund lögreglumenn og á annað þúsund hermanna sjá um öryggisgæslu.Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa boðað komu sínaá fundinn en þeirra á meðal eru Angela Merkel, kanslari Þýskalands, David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, og Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels. Alls verða 34 leiðtogar Evrópuríkja viðstaddir fundinn en athygli vekur að forsætisráðherrar allra Norðurlandanna utan Íslands hafa boðað komu sína. Þá verður utanríkisráðherra Rússlands, Sergei Lavrov, viðstaddur þrátt fyrir viðskiptaþvinganir ESB gegn Rússlandi og deilur þeirra í millum. (mbl.is)