mánudagur, 2. mars 2015

Róttækni, radikalisering: Sporin hræða .....

 Á tímum er það varla mögulegt fyrir okkur Íslendinga að láta sem ekkert sé í ólgu styrjalda;Úkraína, Sýrland, Írak, Nígería, Súdan, Ísrael-Palestína, Líbýa; svo nokkur ríki og
landssvæði séu nefnd.  Þar sem hrammar þessara átaka teygja sig til okkar hvort sem við viljum eða ekki.  Þar er ég sammála Forsætisráðherranum. Og þessi orð utanríkisráðherra við fyrirspurn Birgittu Jónsdóttur get ég tekið undir:


„Þetta er mál sem þarf að fara reglulega yfir hvernig við forgangsröðum og metum áhættu á hverjum tíma. Ég ætla ekki að kveða neitt upp úr með það hvort lögregluyfirvöld ætti að vera með þessar heimildir eða aðrar. Það er mín persónulega skoðun að ég tel að lögreglan eigi að vera með nauðsynlegar heimildir til að verja borgarana, en hún þarf að fara vel með þær heimildir.“

Margir hafa þá skoðun að við þurfum ekki að gera neitt í sambandi við þá atburði sem átt hafa sér stað, seinast í Frakklandi og Danmörku.  Sumir blanda sjálfum sér í atburði þá, þeir og skoðanasystkin þeirra eiga á hættu að lenda í eftirliti. Og klausan fræga í Mati ríkislögreglustjóra kyndir örugglega undir það.  

Lagt er til að myndaður verði samráðsvettvangur lögreglu, félagsþjónustu og heilbrigðisyfirvalda með auknum heimildum til að miðla upplýsingum um einstaklinga sem kunna að ógna öryggi almennings.
Sköpuð verði félagsleg úrræði fyrir þá sem verða fyrir áhrifum róttækni (radikalíseringar, e. radicalization).


 Þess skal getið að róttækni og radikalisering er ekki alveg það sama.  Radikalisering er það að beita ofbeldi og drepa fólk til að ná fram markmiðum sínum.  Í norsku stjórnaráliti er þetta orðað: 

Radikalisering er altså en prosess som kan føre til at en person blir en ekstremist. Hvor lang tid radikaliseringsprosessen tar, vil variere fra person til person. Det er heller ikke slik at alle som er i en radikaliseringsprosess, blir voldelige ekstremister. 

 Við höfum upplifað tíma á Íslandi sem svipaðar hugmyndir voru notaðar til fylgjast með pólitískum andstæðingum. Þar sem yfirvöld eyddu svo gögnum og brutu með því lög.  Því þarf að stíga varlega til jarðar.  Óttar Proppé orðaði þetta ágætlega á Alþingi:  

  Því miður hræða sporin, bæði það sem við höfum séð í nágrannalöndunum þar sem heimildir hafa leitt til þess að farið er ansi mikið inn á grátt svæði en einnig höfum við vitað að yfirvöld hafa í krafti þeirra heimilda sem þau nú þegar hafa farið yfir línur sem að minnsta kosti almenningur á Íslandi vill ekki að farið sé yfir, þ.e. í fortíðinni þegar kemur að hlerunum, jafnvel pólitískum.
Ég legg áherslu á þennan mannréttindavinkil, að við ræðum þetta út frá þessum tvennum mannréttindum sem hæstv. ráðherra talar um, annars vegar mannréttindum (Forseti hringir.) einstaklingsins og hins vegar samfélagsins. Við búum á Íslandi við frið, herleysi og almenna (Forseti hringir.) sátt um okkar helstu stofnanir. Ég held að það sé mikilvægt að við viðhöldum því.

 Því verðum við að leggja ríka áherslu að eftirlitið með lögreglunni sé til staðar, hingað til hafa þeir fengið að starfa án raunverulegs eftirlits, þessu þarf að breyta:

Á Norðurlöndum og raunar víðar í Evrópu hafa viðbrögð stjórnvalda við vaxandi hryðjuverkaógn einkum verið tvíþætt. Annars vegar hefur verið leitast við að styrkja stoðir lýðræðisins og stuðla að auknu gegnsæi í viðbrögðum lögreglu ásamt fordómalausri umræðu um stöðu mála. Hins vegar hafa viðbrögðin falist í því afneita ekki ógninni og efla viðbúnað og getu lögreglu ásamt því að efla félagsleg úrræði af ýmsum toga.

Stendur í skýrslu ríkislögreglustjóra (bls. 8).  Við þurfum að gera okkur grein fyrir ógninni og við þurfum að tryggja að ekki verði troðið á mannréttindum. Lögreglan á ekki að rannsaka sjálfa sig. Æðstu embættismenn hennar eiga ekki að komast upp með að brjóta lög óátalið.  Eins og nýleg dæmi sanna.