miðvikudagur, 29. mars 2017

Minnisleysi: Dekhill Advisors ltd. og Kó

Þetta var svo sem ekkert leyndarmál. Svikabrellan í kringum einkavæðingu bankanna á sínum tíma. Þetta var umtalað þá, nú er það skjalfest. 
Það sem er dapurlegt að enn eru þessir menn á fullu í gróðabraski. Þrátt fyrir dóma, fangelsun, hroka og siðleysi.

Nú er Ólafur Ólafsson að undirbúa byggingu heils íbúðahverfis í Reykjavík, Suðurlandsbraut 18 á að verða hótel. Eru allir búnir að gleyma hrun og spillingarsögu þessarar miðstöðvar einkahlutafélaga  Samvinnuhreyfingarinnar þar sem til varð stórveldi þessarar klíku og notað var fé sem hluthafar Samvinnutrygginga/Brunabótafélags áttu. Kjörnir fulltrúar Okkar Reykvíkinga rétta upp hönd. Og vilja vera með í þessu kompaníi. Minnisleysið er algjört : Ekki minnist ég þess hljómar úr öllum áttum. Sagan um nýju fötin keisarans er í fullu gildi. Enginn þorir að segja. Keisarinn er nakinn. 

Enginn þorir að segja : Farðu, peningar þínir eru eitraðir!  

mánudagur, 27. mars 2017

Maðurinn með stálhnefana: Óli Björn Kárason

Ein Brekkan á Alþingi heldur áfram að brillera og standa sig:  Eins og maður gat búist við.
Óli nokkur Björn Kárason sem hefur marga fjöruna sopið.  Auðvitað hefur Hannes Hólmsteinn fundið spillingu hjá honum (Not)!   

Honum finnst allt í lagi að hann fjalli um störf konu sinnar í nefnd sinni á Alþingi.  Honum þætti allt í lagi að fjalla um störf Seðlabankans ef hann væri gifur Má Guðmundssyni!  Af því að Már á ekki Seðlabankann.

Þetta hlýtur að vera hið besta mál, úr því að umræddur 10 milljóna króna maðurinn hefur ekkert fundið og mun aldrei finna.  Já, lesendur góðir við lifum furðulega tíma í ríki þar sem allar reglur siðaðra samfélaga eru brotnar.  Þess vegna er maðurinn með stálhnefana á Alþingi. 
Og óhugnanlegasta afkvæmi Spillingarinnar fenginn til að gera skýrslu um spillingu á Íslandi. 

Á meðan Róm brennur.  




Í siðareglum Alþingismanna, sem samþykktar voru í formi þingsályktunar í fyrra, er sérstaklega kveðið á um að þingmenn skuli forðast hagsmunaárekstra. „Þingmenn skulu við störf sín forðast árekstra milli almannahagsmuna annars vegar og fjárhagslegra eða annarra persónulegra hagsmuna sinna eða fjölskyldu sinnar hins vegar. Takist þingmanni ekki að koma í veg fyrir hagsmunaárekstra af þessu tagi skal hann upplýsa um þá,“ segir í 8. gr. siðareglanna. Þá segir í 9. gr. að þeir eigi að vekja athygli á tengslum sínum. „Þingmenn skulu, þar sem við á, vekja athygli á persónulegum hagsmunum sínum sem máli skipta við meðferð þingmála.“ (stundin.is)



Ég hef leitað árangurslaust að gögnum, sem styðja fullyrðingar um víðtæka spillingu á Íslandi fyrir bankahrun.

Þetta er forvitnilegt rannsóknarefni. Hvað er spilling, og hvernig verður hún mæld?
pressan.is

sunnudagur, 26. mars 2017

Eru mannslíf minna virði en fjármunir?

Maður hugsar ýmislegt þessa seinustu og bestu tíma að sumra sögn.
Það er skrítið að hafa ríkisstjórn sem býr við stöðugleika, við erum komin út úr erfiðustu efnahagskreppu seinustu áratuga, samt lætur stjórnin eins og við séum á hverfanda hveli. Hún selur eignir og fær arða frá Bönkum og fær fyrir það tugi ef ekki hundruðir milljarða.
Og það er sagt að það eina sem er í stöðunni sé að borgar skuldir ríkissjóðs.  Við séum á vonarvöl í alþjóðlegu tilliti. Eitt kemur ekki til greina að reyna að bæta hjúkrunarkerfi á vönarvöl.  Þar sem ótal erfiðleikar eru til staðar það sjá allir sem loka ekki augum eða stinga hausnum í sandinn. Öll þekkjum við fólk sem þarf á hjálp að halda í þessu flókna nútímakerfi.  Við mörg þurfum að leita hjálpar, stór hluti þjóðarinnar er að eldast. Líkamshlutar þurfa endurnýjunar við.

Forsætisráðherra lætur eins og þetta sé rugl að ræða um hrun kerfisins; ótnýtar byggingar, atgervisflótti, skortur á fagfólki.  Og gerir grín að fólki sem þarf að nota geðlyf.

Að hans mati er það ekki fólkið sem skiptir máli, fátækt fólk, öryrkjar, sjúkt, má bíða, það er að borga skuldir sem skiptir máli .  Ég fletti upp og skoðaði Greiðsluafkomu ríkissjóð og Lánamál ríkisins. Engin stór tíðindi allt við það sama.  Íhaldssemin ráðandi.  Engin stórstökk í neinu. 

Svo ég hugsaði af hverju þessi afneitun, af hverju er ekki hægt að taka til í auðsjáanlegum veikleikum? Af hverju eru altaf fjármunirnir sem skipta meira máli en mannslíf? Af hverju er ekki einu sinni hægt að fara einhvera meðalleið?  Af hverju fara ekki fjármálaráðherra og forsætisráðherra saman í heimsókn á Spítala landsins og sýna okkur þetta góða kerfi?  Sýna okkur lekasprungurna sem eru ekki til?  Sýna okkur tækin sem eru alls ekki biluð?   Sýna okkur læknana og hjúkrunarfólkið sem er alls ekki hætt þar er þarna!   Sýna okkur peningabúntin sem þarf ekki að nota á spítulum landsins. Sem þarf ekki að greiða hátekjuöryrkjum, fátækilingum sem mæta aldrei í matarraðirnar.  

Sem sýna okkur að við höfum rangt fyrir okkur sem höfum séð allt annað en þeir?   Auðvitað er  allt þetta bull í mér.  Stjórnmálamenn með stórum staf og af góðum ættum hafa langtum meira vit á þessu.
                                    
                                        Mynd frá Auður Lilja.

miðvikudagur, 22. mars 2017

Bjarni og Benedikt: Vogunarsjóðir taka yfir Engey.

Eitt mesta ólán íslensks lýðveldis er að hleypa í stjórn saman frændunum Bjarna og Benedikt.  Óttarr Proppé og félagar hans í Kaldri Framtíð geta þakkað sér það. 

Þar dansa saman fulltrúar hagsmunaafla Engeyrjarættarinnar sem einskis svífast til að sópa til sín auði og láta fátækt fólk lepja dauðann úr skel eins og Jónas Kristjánsson myndi segja. 

Að hleypa til áhrifa í bankakerfinu Vogunarsjóði, banka og fyrirtæki með skert orðspor, og hala af vafasömum og ólöglegum gjörningum víða um heim er heimska, flónska og flærð af verstu sort. Og ráðherrar kannast ekkert við feril þessara aðila:
„Þetta sýn­ir ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lend­is og það eru sann­ar­lega góðar frétt­ir ef hingað vilja koma öfl­ug­ir er­lend­ir aðilar sem eru til­bún­ir að ger­ast lang­tíma­fjár­fest­ar í ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Auðvitað á eft­ir að koma í ljós hvað þess­ir til­teknu aðilar eru að hugsa og hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjár­festa hér en viðskipt­in sem slík eru mikið styrk­leika­merki fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf,“ seg­ir Bjarni.
Þetta eru svör forsætisráðherra.  Hann er tvísaga , þessir erlendu aðilar eru tilbúnir að gerast langtímafjárfestar, en svo verðum við að sjá hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjárfesta.  

Ekki bætir það úr skák að það eru þessir sömu menn sem ætla að einkavæða ríkiskerfið og hleypa ættingjum og vinum að kjötkötlum heilbrigðiskerfis  og félagsþjónustu.  Satt að segja fallast mér algjörlega hendur.  Hefur maður þó ýmislegt séð. 

Nú eru liðnir örfáir dagar og sérfræðingar eru búnir að skoða samningana og útkoman er ekki glæsileg þó vitum við ekki um atburðarásina fyrir.  Sendinefndin góða sem fór til samninga í Villta vestrinu og kom með þessa afmán til baka.  Svo segjast ráðherrarnir tveir sem að þessu hafa komið ekkert vita um þessi fyrirtæki sem að þessu standa.  Hafi séð glæstan feril í fjölmiðlunum eins og við hin.   Eigum við að trúa þessu?  

Kjarninn tætir útkomuna í sig í dag:   

Enn og aftur er verið að taka snún­ing á okk­ur. Sömu aðilar og tóku snún­ing á okkur í gervi­upp­gangnum fyrir hrunið og sömu aðilar og högn­uð­ust ævin­týra­lega á end­ur­reisn­inni hér sem kröfu­hafar eru að taka einn hring í við­bót áður en þeir fara með ávinn­ing­inn heim. Þeim er alveg sama um íslenskt sam­fé­lag. Þeir vilja bara græða sem mest á sem skemmtum tíma og fara síðan til að skipta ávinn­ingnum milli huldu­mann­anna sem standa að baki skrýtnu nöfn­unum sem skráð eru á hlut­haf­alist­anna. Þeir eru ekki að fjár­festa hér vegna þess að þeir telja að fram­tíð Arion banka sé björt, ekki vegna þess að þeir hafa svo mikla trú á Arion banka, ekki vegna þess að þeir eru að veðja með íslenskum bönkum og íslensku efna­hags­kerfi.
Með orð­skrúð er verið að fela það sem raun­veru­lega er að eiga sér stað. Það er verið að hafa okkur að fífl­um. Og það virð­ist vera að þeir sem það eru að gera muni enn og aftur kom­ast upp með verkn­að­inn.
Enn erum við fíflin, hvað er þarna á bak við?   Eru það kannski Íslendingar sem eru eigendur félaga á eyjunni góðu.  Hvaða hagsmuni eru verið að verja?  Eigum við enn og aftur að sökkva í forarpytt gróðahyggjunnar? Á að jarða okkur endanlega í grafreitinn góða á Þingvöllum?  

 


þriðjudagur, 14. mars 2017

Landsmál: Bjarni, Benedikt, Már og Guðni

Ekki ætla ég að stökkva fram á sjónarsviðið í Stóra haftamálinu. Þar hefur margt verið sagt og skrifað. Auðvitað hlaut að koma að því höftin væru leyst. Um tímasetningu getur maður spurt sig margra spurninga. Þeir frændur og fjölskyldur þeirra eiga svo víða hagsmuni en ekki er von að áhugamenn geti lesið úr því. Það er margt dimmt og drungalegt umhverfis þá. Már Seðlabankastjóri fær það óþvegið hjá sumum. Ég er skeptískur á það. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af vinnu Seðlabankans, það er skrítið að taka ekki á vaxtalækkanamálum og verðtryggingamálum. En Már er varkár hagfræðingur, hann tekur enga áhættu, hann er enginn nýungamaður, það er langt síðan hann hefur verið róttækur. Hinn nýi fjármálaráðherra hefur ekki mikið rætt um verðtryggingar sem var eitt aðalmál hans í kosningum. En þannig eru íslensk stjórnmál.

Forsetinn okkar hóf umræðu sem mér fannst að hann hefði ekki átt að gera  þar sem  var Landsdómurinn og hinn eini dómur hans. Og allra síst að verða sérstakur talsmaður Geirs Harde, alls ekki á meðan hann er í málaferlum við íslenska ríkið. Þetta er málefni Alþingismanna. Við getum haft ýmsar skoðanir á meðferð þess en það er ekki hægt að skoða hana án þess að skoða Hrunið sem heild. Við vorum hársbreidd frá þjóðargjaldþroti. Margir töldu það vera vegna óstjórnar ríkisstjórnar, ráðherra sem hlustuðu ekki á aðvaranir úr ýmsum áttum. Grein Árna Páls og leiðari Fréttablaðsins breyta engu þar um. Misskiljið mig ekki, mér finnst Guðni hafa staðið sig vel sem Forseti. Forseti fólks og þjóðar, en hann á ekki að teygja sig í átt til afskiptasemi Ólafs Ragnars. Af störfum þings og dómstóla. Þess vegna kem ég með ábendingu. Það eru allt of fáir sem hafa rætt þetta. Við viljum Forseta allra.  Löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald sjá um annað.

Kirkjan í Hruna

sunnudagur, 5. mars 2017

Sigmundur Davíð: Leikur sjálfan sig.

Enn er hann í fjölmiðlum, maðurinn án sómatilfinningar. Þið vitið um hvern ég er að skrifa.
Og kristin samtök taka undir siðleysishjal fyrrum forsætiráðherra rúinn öllu trausti.

Útúrsnúningar hans eru merkilegir. Við sem þekkjum undanfarann , æðsta valdamann landsins sem forðaðist að láta  taka viðtöl við sig,  eitthvað órólegt innra, vissi á hverju var von. Svo skall ofviðrið yfir. Viðtal ársins. Panamaævintýri, einnar Evru sala á hlut sínum, eilífir undanslættir, þátttaka í  kröfum Hrægamma á hendur íslenskum banka. 
Bessastaðaförin alræmda. Allt eru þetta atburðir skráðir á spjöld sögunnar. Þeim verður ekki breytt með Undanskotum og útúrsnúningum. 

Þetta gerðist allt. Aðalpersónan var Sigmundur Davíð, aðrir eru aukaleikarar. Þegar maður hefur sett sjálfan sig á þann ófrægingarstall, lætur maður sig hverfa af leiksviðinu. 


Sigmundur Davíð segir að viðtalið fræga hafi í raun verið falsað



Þá gagn­rýndi Sig­mund­ur einnig þá sem stóðu að viðtal­inu og sagði það að miklu leyti hafa snú­ist um að „rugla viðmæl­and­ann í rím­inu“ og spyrja spurn­inga til að fá svör sem væru svo klippt sam­an sem svör við öðrum spurn­ing­um.
Að sögn Sig­mund­ar Davíðs tók hann á sín­um tíma ákvörðun um að segja af sér sem for­sæt­is­ráðherra þar sem hann mat það sem svo að það væri „mik­il­væg­ast af öllu“ að rík­is­stjórn­in fengi svig­rúm til að klára þau verk­efni sem lægju fyr­ir.
„Ég var þeirr­ar skoðunar að það ætti að reyna að lág­marka tjónið.“

Gæti skrifað lang­an lista

Spurður um hvort hann hefði gert eitt­hvað öðru­vísi, hefði hann vitað hvaða af­leiðing­ar viðtalið myndi hafa, sagði Sig­mund­ur að svo væri.
„Auðvitað væru það fjöl­mörg atriði, ég gæti skrifað lang­an lista um hluti sem eft­ir á maður myndi gera öðru­vísi, vit­andi hvernig hlut­irn­ir þróuðust og hvað lá að baki.“
Hann hefði þá til dæm­is greint frá viðtal­inu og efni þess strax en þrjár vik­ur liðu milli þess sem viðtalið var tekið upp og þar til það var birt. Sig­mund­ur seg­ist í raun hafa skrifað bréf um efni viðtals­ins sem hann hafi ætlað að senda fjöl­miðlum en hon­um var ráðlagt að gera það ekki. Aðal­atriðið væri að hann svaraði öll­um spurn­ing­um og kæmi upp­lýs­ing­um um Wintris og teng­ingu hans við fyr­ir­tækið á fram­færi.mbl.is

miðvikudagur, 1. mars 2017

Borgun : Til umhugsunar

Nú hneykslast allir yfir  Borgunar ævintýrum, sagt er að nýjasta áhættu verkið tengist netklámi. En ..... hverjir eru það sem koma nálægt þeim bömmerum?  Hver var fjármálaráðherra þá þegar Borgun var seld?  Bjarni Ben.  Hver tekur við
                                                                         fjármálaráðherraembættinu af honum. Benedikt Jóhannesson, frændi hans.  Hver var einn þeirra sem keypti Borgun? Föðurbróðir Bjarna Einar Sveinson 

Hverjir  voru í nánu fjármálasambandi og töpuðu hundruðum milljóna í Sparisjóði Keflavíkur, Einar Sveinsson og Benedikt Jóhannesson!

Í N1 sem einu sinni var Olíufélagið hf. var Bjarni formaður í umboði Einars frænda, og Benedikt frændi tók yfir þegar Bjarni sneri sér að stjórnmálum af fullum krafti. 

Eignarhaldsfélagið BNT hf., en nafni þess hafði veri breytt í EM 13, var aðal­eig­andi N1 hf. var í eigu Máttar en aðaleigendur þess voru  bræðurnir Einar og  Benedikt Sveinssynir ásamt Karli og Steingrími Wernerssyni, en margir muna eftir þátttöku þeirra  í Hruniniu við fyrirtæki eins og Sjóvá og Milestone. 

Hvað segir það um samfélagið okkar, að þessir menn séu æðstu valdamenn okkar,þjóðkjörnir. Það gæti vart gerst í nokkru ríki sem við viljum bera okkur saman við. Hvað segir þú um það lesandi góður?




4,3 millj­arða gjaldþrot BNT



Eng­ar eign­ir fund­ust í búi EM 13 ehf. upp í 4,3 millj­arða kröf­ur á hend­ur fé­lag­inu. Áður hét fé­lagið BNT hf. og var aðal­eig­andi N1 hf. Í lög­birt­inga­blaðinu kem­ur fram að EM 13 hafi verið tekið til gjaldþrota­skipta 6. sept­em­ber á síðasta ári og að skipt­um hafi verið lokið 15. janú­ar. 
Aðal­eig­andi BNT hf. var fjár­fest­inga­fé­lagið Mátt­ur sem var í eigu Ein­ars og Bene­dikts Sveins­sona auk Karls og Stein­gríms Werners­sona. Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, var fram til 2008 stjórn­ar­formaður BNT og sat í stjórn Mátt­ar. mbl.is .22.1. 2013