miðvikudagur, 26. nóvember 2014

Rugl: Að vera 67 eða 70 ára

Ekki er öll vitleysan eins. Fáranlegasta bommerta sem Jón Gnarr og Dagur gerðu þegar þeir breyttu gjaldtöku þeirra sem eru orðnir löglegir ellilífeyrisþegar þ.e. 67 ára og allt í einu voru þeir 70 ára sem urðu að greiða í sund eða fengu frí bókasafnskort.  Einhver getur sagt að þetta skipti ekki máli en samkvæmt opinberum gögnum þá fóru ellilífeyrisþegar verst út úr Hruninu og margt smátt getur orðið stórt. 

Fyrir okkur Reykvíkinga á þessum viðkvæma aldri er þetta svolítið hlægilegt (milli 67-70):Við þurfum að borga 600 krónur í sund í sundlaugum Reykjavíkur en ef við förum út á Seltjarnarnes þá var frítt seinast þegar ég fór eða upp í Mosfellssveit  og Kópavog þar kostar 150 krónur.Bókasafnskort sama þar, frítt eftir 67 hjá nágrannabyggðalögum, 70 í Reykjavík. 
Eflaust á þetta við á fleiri sviðum.  


 Svo er það orðanotkun; ellilífeyrisþega, eldri bogarar, aldraðir eða ekki sjáið notkunina hér að neðan í reglugerð frá ríkinu nokkurra ára gamla:

b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 5.000. http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/236-1999

Væri ekki eðlilegt að nota 67 árin á öllum þessum sviðum, sá aldur hefur táknrænt gildi frá Tryggingastofnun ríkisins.  Ef ekki óþarfi að vera með þennan hringlandahátt þetta er ansi vitlaust. 

 

* Börn og unglingar undir 18 ára aldri, eldri borgarar 70+ og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini.

Öryrkjar og aldraðir (20 miðar)
Ellilífeyrisþegar miðast við 70 ára og eldri
     2.300 115