Fyrir okkur Reykvíkinga á þessum viðkvæma aldri er þetta svolítið hlægilegt (milli 67-70):Við þurfum að borga 600 krónur í sund í sundlaugum Reykjavíkur en ef við förum út á Seltjarnarnes þá var frítt seinast þegar ég fór eða upp í Mosfellssveit og Kópavog þar kostar 150 krónur.Bókasafnskort sama þar, frítt eftir 67 hjá nágrannabyggðalögum, 70 í Reykjavík.
Eflaust á þetta við á fleiri sviðum.
Svo er það orðanotkun; ellilífeyrisþega, eldri bogarar, aldraðir eða ekki sjáið notkunina hér að neðan í reglugerð frá ríkinu nokkurra ára gamla:
b. Ellilífeyrisþegar 70 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar, ellilífeyrisþegar 67-70 ára sem nutu örorkulífeyris fram til 67 ára aldurs, ellilífeyrisþegar 60-70 ára sem njóta óskerts ellilífeyris og börn yngri en 18 ára, kr. 500 og til viðbótar 1/3 af 40% af umsömdu eða ákveðnu heildarverði við komuna sem umfram er þó að hámarki kr. 5.000. http://www.reglugerd.is/interpro/dkm/WebGuard.nsf/key2/236-1999
Væri ekki eðlilegt að nota 67 árin á öllum þessum sviðum, sá aldur hefur táknrænt gildi frá Tryggingastofnun ríkisins. Ef ekki óþarfi að vera með þennan hringlandahátt þetta er ansi vitlaust.
* Börn og unglingar undir 18 ára aldri, eldri borgarar 70+ og öryrkjar greiða ekki fyrir skírteini.
Öryrkjar og aldraðir (20 miðar) Ellilífeyrisþegar miðast við 70 ára og eldri | 2.300 | 115 |