þriðjudagur, 28. júní 2016

Flóttamenn: Með Mannúðina að Leiðarljósi?

Sorgarsaga ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Flóttamannamálum virðist ætla að verða endalaus. Myndir næturinnar að draga flóttafólk út úr kirkju er hámarkið á siðleysinu.  Innanríkisráðherra lætur lögreglu sína draga fólk út með samþykki Kirkjumálaráðherra (sömu konu) frá starfsfólki sínu, prestum. Þetta virðist vera það sem ráðherrann ræðir um að hafa mannúð að leiðarljósi.

Svo eru þessi nýlegu tíðindi að koma í veg fyrir heimsóknir til Flóttamanna, sjálfboðaliðar og fjölmiðlafólk á sko ekki að koma nálægt þessu fólki.  Er það að vernda friðhelgi einhvers að banna samskipti við hann? Það er nú fáránlegustu rök sem ég hef heyrt. Jaðrar við fasisma.  

Innanríkisáðuneytið telur ekki að nýlegar heimsóknarreglur Útlendingastofnunar takmarki aðgengi flóttafólks að fjölmiðlum eða til samskipta við samfélagið almennt. Þvert á móti telur ráðuneytið að með því að meina fjölmiðlafólki og sjálfboðaliðum að heimsækja hælisleitendur sé verið að stuðla að því að koma mannúðlega fram við skjólstæðinga stofnunarinnar. Þetta kemur fram í svari Þorleifs Óskarssonar, sérfræðings hjá innanríkisráðuneytinu, við skriflegri fyrirspurn Stundarinnar.
Reglurnar kveða meðal annars á um blátt bann við heimsóknum sjálfboðaliða og fjölmiðlafólks á heimili hælisleitenda. Útlendingastofnun hefur gefið það út að þetta sé gert til þess „að vernda friðhelgi einkalífs“ flóttafólks. Innanríkisráðuneytið gerir engar athugasemdir við þennan rökstuðning Útlendingstofnunar en viðurkennir að hafa hvorki yfirfarið starfsreglur né verklag stofnunarinnar í málinu.


Góðu tíðindin í þessu máli eru að einstaklingar innan kirkjunnar eru farnir að koma nálægt flóttamannavandamálinu, þar var sko kominn tími til þess.  Megi það vera langtum meir, megi þar kærleikurinn ríkja, við vitum með hverjum Jesús hefði staðið með. Sterkt hefði verið að sjá lögreglu sópa burtu Biskup og æðstu hirð hans.  Það hefði verið myndrænt á Fésbók og Tvitter.

Já, lesendur góðir, það er ekki nóg að vera bara sammála um sigurgöngu landliðsins.  Ég táraðist í gær þegar liðið og áhorfendur tóku Víkingafagnið eftir frábæran leik.  Ég táraðist líka í morgun þegar ég sá í fjölmiðlum 16 ára barn vera dregið út úr Laugarneskirkjunni. Já, mannúðin er höfð að leiðarljósi í heila ráðherra.  Manngæskar er þar ríkjandi. Svei!
Myndir : Stundin.is, Heiða Helgudóttir



No Borders sem voru á staðnum lýsa atburðinum á þennan hátt:


Nú fyrir stundu fjarlægði lögreglan með valdi og ofbeldi tvær manneskjur, aðra barn að aldri, úr Laugarneskirkju þar sem þær stóðu við altarið meðal fólks sem mætti til þess að sýna þeim samstöðu.
Á meðan ofbeldi brottvísana er ætíð það sama og alltaf jafn sársaukafullt að horfa upp á var þessi skelfilegri en oft vegna þess hvað framganga lögreglunnar í boði íslenska ríkisins sýndi skýrt fram á algjört virðingarleysi fyrir hverju því sem kann að verða í vegi hennar. Staðurinn, rýmið, kirkjan, og hefðin fyrir friðhelgi slíkra staða, virtist ekki nokkru máli skipta:
Enginn lögregluþjóna virtist neitt frekar staldra við eða veita hugsunum sínum eða tilfinningum nokkurt vægi, nema þá mögulega sá sem sló til viðstaddra sem gerðust svo djörf að eiga við hann orðastað um barnið sem hann var að handtaka með harkalegum og ofbeldisfullum hætti;
Enginn lögregluþjóna virtist neitt frekar velta því fyrir sér hvort hún/hann vildi áfram ganga erinda ríkisins, þrátt fyrir að það þýddi brot á mannhelgi og virðingu manneskja, þar á meðal barni, sem gerðu engin mistök önnur en að fæðast í vitlausu landi;
Enginn lögregluþjóna virtist neitt frekar byrja að átta sig á því að „þetta er bara vinnan mín“ varð óásættanleg afsökun í síðasta lagi á fyrri hluta síðustu aldar.


samþykkir að banna
sjálfboðaliðum að
heimsækja flóttafólk


Innanríkisráðuneytið
samþykkir að banna
sjálfboðaliðum að
heimsækja flóttafólk

Innanríkisráðuneytið
samþykkir að banna
sjálfboðaliðum að
heimsækja flóttafólk


Innanríkisráðuneytið
samþykkir að banna
sjálfboðaliðum að
heimsækja flóttafólk