Þær hverfa yfir móðuna miklu, hetjurnar frá forðum, þær sem lituðu upp myrkrið og skammdegið í Reykjavík forðum daga.
Á sjöunda áratugnum. Nú er Jack Bruce horfinn, bassaleikarinn knái og lagasmiðurinn, sem gerði marga smellina með ljóðskáldinu Pete Brown. Lék með Alexis Korner, John Mayall, Graham Bond Band. Hann var í tríóinu sem breytti tónlistarsögunni, notuðu impróvíseraða tónlist í bland við flottar laglínur. In the white room, Sunshine of your love, Badge , I feel frée og svo framvegis. Með Eric Clapton og Ginger Baker. Enginn spilaði bassa eins og hann. Fáir glöddu mig meira. Eftir að leiðir þeirra félaga skildu, þá gerði hann nokkrar flottar sólóskífur, Songs for a Taylor, Harmony Row, Out of the Storm. Tók þátt í ýmis konar tilrauna og jazz tónlist. En svo skilst mér að Bakkus og Dópa hafa stjórnað ferðinni í nokkur ár. Og heilsan fór með því, lifrin gaf sig, henni var skipt út, en entist ekki. En hann var alltaf að. Cream kom saman fyrir nokkrum árum. En ekki til langframa. Svo er hann horfinn, eins og við öllum gerum. Út á ólgusjó moldar eða elds. Við minnumst hans, með fögrum línum, sjáum fyrir okkur, hrukkótt og lífsreynt andlit hans, það verða margir sem fagna honum og vilja byrja strax að spila og djamma, eða hvað?
Fréttin.
Ný skífa kom í byrjun ársins, góður diskur en engin meistarasmíð.
Frábært lag: A Theme for an Imagninary Western