miðvikudagur, 2. desember 2015

Rio Tinto: Sorgleg eftirmál

Enn er allt á huldu með samningana í Straumsvík. 
En ýmislegt er á seyði, starfsmannastjóri RioTinto Alcan í Evrópu mættur á staðinn.  Auðhringur sem er alræmdur fyrir stífni í samningum. SA blandar sér í málin. Álframleiðsluheimurinn er í kreppu.  Það er eitthvað meira en smáatriði um verktaka sem er að ræða. 
Straumsvík hefur verið að skila gróða i áratugi, rafmagnsverðið lengst af hlægilega lágt.  Enn skilar hún sínu. Þótt Kinverjar séu að drepa markaðinn með lágu álverði.  Ætlar RioTinto
Alcan að fórna verksmiðjunni fyrir principp, varla.  Og þó ansi hefur gengið erfiðlega að semja.  

Vonandi láta Gylfi Ingvarsson og félagar ekki kremja sig.  Ætli það verði jólagjöf Rio Tinto í ár að loka einu stykki álveri?

Hver veit? 

Eftirmál: Miðvikudagsmorgunn

Verkfalli aflýst - kjaradeila enn óleyst

Það fór sem mig grunaði. Þrýstingurinn á starfsmenn var of mikill. Auðhringur með Thatcher Íslands í fararbroddi lætur ekki kúga sig. SA tók virkan þátt á bak við tjöldin verkalýðshreyfingin ekki. Eða hvað? 

Við hvetjum samninganefnd ÍSAL til að klára samninga við hluteigandi verkalýðsfélög eins fljótt og auðið er, án þess þó að störf almennra starfsmanna verði sett í almenna verktöku. Við viljum hvetja stjórnendur og samninganefnd ÍSAL  að virða og meta þann mannauð sem býr í þekkingu og reynslu þeirra starfsmanna sem hafa lagt starfsævi sína undir til að tryggja sem bestu  afkomu fyrirtækisins í gegnum árin. Þessir sömu starfsmenn hafa verið tilbúnir að leggja á sig ómælda vinnu þegar erfiðir tímar hafa verið hjá fyrirtækinu," sagði Gylfi á fundinum. (hringbraut í byrjun október)

Samninganefnd starfsmanna álversins í Straumsvík ræður nú ráðum sínum í húsakynnum ríkissáttasemjara. Þeir héldu fund í morgun í húsakynnum Hlífar í Hafnarfirði, og síðan gengu helstu forsvarsmenn nefndarinnar á fund fulltrúa Rio Tinto Alcan á Íslandi og Samtaka atvinnulífsins.

 Enginn formlegur fundur

Á þeim fundi var meðal annars starfsmannastjóri Rio Tinto Alcan í Evrópu. Ekkert fékkst upp um hvað fór fram á þeim fundi, að öðru leyti en því að þetta hafi verið óformlegur fundur, án niðurstöðu. Að því loknu hittist samninganefnd starfsmanna í húsakynnum ríkissáttasemjara og situr þar enn. Ekki hefur verið boðað til formlegs samningafundar í deilunni, þannig að eins og staðan er núna hefst verkfall starfsmanna í álverinu á miðnætti. (rúv í dag)