laugardagur, 21. maí 2016

Aldur og fé: Hugsanir um elli og græðgi

Það er gaman að eldast, sumir halda að það sé svo ömurlegt.  Auðvitað fylgja aldri veikindi, breytingar á lífsháttum. Um leið þýðir það að það er svo margt sem maður getur gert, maður ræður svo tímanum.


Mér varð hugsað um þetta á fyrirlestri upp í Háskóla í gær.  Það er stór hópur af fólki sem vill fylgjast með í menningu; bókmenntum, tónlist, listum.  Ansi stór meirihluti yfir sextugt.  Þarna er fólk af öllum gerðum og stéttum. Fyrrverandi forseti, kennarar, læknar, háskólanemar, áhugamenn um hin ýmsu svið.  Landnámið í fyrravetur virtist höfða til ótrúlega breiðs hóp
s.  Nokkur þúsund manns eru áskrifendur að tónlistarstarfsemi, leikhúsum,endurmenntunarnámskeið Háskólans eru einstaklega vinsæl. Aðrir skoða heiminn og elta golfkúlur!  


Margt af þessu kostar ekki neitt, annað eyðir hópurin af eftirlaunum sínum,  Því miður eru margir sem verða að velja og hafna, hafa  ansi rýr eftirlaun.  Því þarf að breyta, við getum haft svo langtum betra kerfi.  Heilbrigðiskerfið kostar til dæmis mikið þegar alvarlegir sjúkdómar herja að.  Auðvitað á allt það kerfi að vera að kostnaðarlausu. 

Það þarf meiri jöfnuð í samfélagskerfið okkar, það þarf meiri gleði að byggja það upp, ekki alltaf neikvæðar víbrur.  Fjármagn á ekki að vera okkur til bölvunar,. Sorglegt er að sjá systkini slást um arf og aflandsfé.  Ætli væri ekki meiri hamingja að jafna þessu og borga sína skatta? Sjálfið er ofmetið. Þegar við látum innra eðlið brjótast fram og sýnum  allt hið versta í okkur. 


Fé sýnir því miður úlfseðli mannsins. .  
Þá fara græðgin og gírdugheitin í gang. Við erum líka dýr með of stóran heila. Gleymum öllu því göfugasta sem einkennir manninn, fjölskylduböndum, tryggð, vináttu, velvild.

Gullið

ískaldur glampi gullsins
glitfiðrildið  sem dregur okkur að

blindar