fimmtudagur, 22. maí 2014

Trúarbrögð: Misnotkun valdsins

Það er sótt að okkur úr ýmsum áttum, óhugnanlegt er að lesa vitnisburð úr meiðyrðamálum Gunnar Þorsteinssonar gegn kvenþjóðinni.  Sótt er að okkur frá öfgahreyfingum bæði kristnum
(sem flestar hafa upprun a sinn frá Bandaríkjunum) og frá Islam trúuðu fólki.  Sameiginlegt er þessum trúarhreyfingum að þær byggja á karlaveldi þar sem konur verða að lúta í einu og öllu valdi fáranlegra hugmynda sem eiga uppruna sinn margar aldir aftur í tímann:  

Ung­lings­stúlk­ur sem til­heyrðu trú­fé­lag­inu Kross­in­um máttu ekki skerða hár sitt og urðu að vera klædd­ar pilsi, þær fengu ekki að fara í sund á al­menn­um opn­un­ar­tíma sund­lauga og förðun var með öllu óheim­il. Þá var kyn­líf fyr­ir hjóna­band að sjálf­sögðu for­boðið. Karl­menn lutu hins veg­ar öðrum regl­um.

Meðal vitna sem komu fyr­ir dóm­inn var nú­ver­andi fræðslu­stjóri Bisk­ups­stofu sem skráð var í Kross­inn frá 1984 til 1992. „Þarna var mik­il fé­lags­mót­un,“ sagði hún og rifjaði upp alls kyns regl­ur sem voru við lýði. „Ekki var vel séð að fólk væri með jóla­tré því það sé skurðgoð.“
Hún sagði það aldrei hafa farið sér að vera með sítt hár, eins og skylda var, og því hafi farið svo að hún lét klippa hár sitt, í trássi við regl­ur Kross­ins. „Og þegar ég mætti á næstu sam­komu fann ég hvað ég var geng­is­felld.“

Áður hef­ur verið greint frá því að tví­tugri konu sem hugðist halda til Suður-Am­er­íku í trú­boð var neitað um að fara. Hún þurfti að sjálf­sögðu að biðja Gunn­ar um leyfi en hann neitaði, því bæði var sá sem átti að taka á móti henni úti ein­hleyp­ur og hún væri svo fal­leg að henni yrði bara nauðgað.

Ein þeirra kvenna sem gáfu skýrslu sagði Gunn­ar hafa brotið gegn sér þegar hún var nítj­án ára eða tví­tug. Þá hafi komið upp vanda­mál á heim­ili henn­ar og hún hafi því leitað skjóls hjá Gunn­ari. Hjá fjöl­skyldu Gunn­ars hafi hún fengið að gista og dvalið þar í nokkra mánuði. Sagði hún að Gunn­ar hefði komið inn í her­bergi til henn­ar eina nótt­ina og farið að strjúka henni innan­k­læða.

Já, lesendur góðir, þarna er á ferðinni vald og máttur yfir öðru fólki sem engum lifandi manni á að líðast.  Þá er alltaf stutt yfir
í spillingu og glæpi.  Við höfum ótal dæmi um þetta frá ótal trúarleiðtogum.  Svo kemur fjármálaspilling í kjölfarið. 

Lögfræðingur Gunnars ræðir hér sekt Gunnars að neðan.  Það eru engin vitni að brotunum.  En er það ekki það sem einkennir flest kynlífsbrot? Þau fara fram á milli tveggja, gerandans og þolandans.  Þar sem leiðtoginn misnotar sér trúnaðarvald sitt yfir þolanda, sem oft leitar til hans í vandræðum sínum og kreppu í lífinu. Það gerir glæpinn því alvarlegri.  


„Það veg­ur ekki þyngra en ein­dreg­in neit­un Gunn­ars frá upp­hafi. Það eru eng­in vitni að hinum ætluðu brot­um. Eng­in vitni hafa borið um að hafa séð þetta með eig­in aug­um. Það sem eft­ir stend­ur eft­ir þá miklu sönn­un­ar­færslu sem fram fór í gær er að stefn­andi er með hreint sak­arvott­orð, hef­ur aldrei hlotið refsi­dóm. Hann hef­ur aldrei hlotið dóm fyr­ir refsi­verða hátt­semi. Það er það sem stend­ur eft­ir.“

Allt verður einu sinni í fyrsta sinn.  Það gildir um allar misgjörðir og athafnir mannverunnar.  Nú veit ég ekki hvað dæmt verður í þessu máli.  En það á 21. öldinni skuli svona hugmyndir vera að breiða úr sér víða um heim er ansi óhugnanlegt.  Heiðursglæpir, trúarleiðtogavöld, morð, misnotkun.  Hugmyndir um uppruna heimsins sem stangast á við mannlega skynsemi. Fáranlegar hugmyndir um samkynhneigð og hörundslit.   Stundum upplifum við afturhaldstíma í sögu mannkynsins. Kannski erum við að fara hægt og sígandi inn í slíkt skeið.  Það er sorglegt. 

(tilvítnanir af mbl.is)

Flugdeila: Er ekki komið nóg?


Eru flugmenn að gera rétt?  

Eru stjórnendur Icelandair að gera rétt????  


Eru þessir viðsemjendur á réttri braut?  Að eyðileggja ýmislegt sem áunnist hefur í ferðaiðnaði landsmanna. Að stefna að milljónatapi víða um land.  Ferðamenn láta ekki bjóða sér þetta, nóg er samkeppnin í þessum geira.

Stunda skæruhernað með yfirvinnulausu starfi sínu.  Þeir eru fúlir yfir árangurslausum samningum, fúlir yfir lagasetningu ráðherra.  En ........... lög eru lög.  Alþingi setti þau.  Og hugmyndir að stunda skemmdarstarfsemi sem bitnar ekki bara á viðsemjendum þeirra, sem eflaust hafa komið fram með offorsi, heldur á heilum viðkvæmum atvinnuvegi.  Ef áfram verður haldið á þeirri braut, hvað gerist næst, stjórnendur Icelandair fara að breyta samningum og vilja ráða erlenda flugmenn.  Svona stigmagnast þetta.  Með æ verri niðurstöðu fyrir alla.  Flugmenn, stjórnendur, ríkisstjórn, þjóð. 

Svo er ekki kominn tími til að ljúka þessu.  Flugmenn vinna sín störf, taka sína yfirvinnu, stjórnendur semja, ríkisstjórn fær sér betri ráðgjafa í kjaramálum.  Allir eiga sök. Ég er ekki fylgismaður lagasetningar í kjaramálum en nú er komið nóg. 


Við verðum að ljúka þessu.  Þetta er ekki hægt.

PS.  Mikil eru áhrif mín, ég skrifa þessa punkta og sjá nokkrum klukkustundum síðar er búið að semja.