(sem flestar hafa upprun a sinn frá Bandaríkjunum) og frá Islam trúuðu fólki. Sameiginlegt er þessum trúarhreyfingum að þær byggja á karlaveldi þar sem konur verða að lúta í einu og öllu valdi fáranlegra hugmynda sem eiga uppruna sinn margar aldir aftur í tímann:
Unglingsstúlkur sem tilheyrðu trúfélaginu Krossinum máttu ekki skerða hár sitt og urðu að vera klæddar pilsi, þær fengu ekki að fara í sund á almennum opnunartíma sundlauga og förðun var með öllu óheimil. Þá var kynlíf fyrir hjónaband að sjálfsögðu forboðið. Karlmenn lutu hins vegar öðrum reglum.
Meðal vitna sem komu fyrir dóminn var núverandi fræðslustjóri Biskupsstofu sem skráð var í Krossinn frá 1984 til 1992. „Þarna var mikil félagsmótun,“ sagði hún og rifjaði upp alls kyns reglur sem voru við lýði. „Ekki var vel séð að fólk væri með jólatré því það sé skurðgoð.“
Hún sagði það aldrei hafa farið sér að vera með sítt hár, eins og skylda var, og því hafi farið svo að hún lét klippa hár sitt, í trássi við reglur Krossins. „Og þegar ég mætti á næstu samkomu fann ég hvað ég var gengisfelld.“
Áður hefur verið greint frá því að tvítugri konu sem hugðist halda til Suður-Ameríku í trúboð var neitað um að fara. Hún þurfti að sjálfsögðu að biðja Gunnar um leyfi en hann neitaði, því bæði var sá sem átti að taka á móti henni úti einhleypur og hún væri svo falleg að henni yrði bara nauðgað.
Ein þeirra kvenna sem gáfu skýrslu sagði Gunnar hafa brotið gegn sér þegar hún var nítján ára eða tvítug. Þá hafi komið upp vandamál á heimili hennar og hún hafi því leitað skjóls hjá Gunnari. Hjá fjölskyldu Gunnars hafi hún fengið að gista og dvalið þar í nokkra mánuði. Sagði hún að Gunnar hefði komið inn í herbergi til hennar eina nóttina og farið að strjúka henni innanklæða.
Já, lesendur góðir, þarna er á ferðinni vald og máttur yfir öðru fólki sem engum lifandi manni á að líðast. Þá er alltaf stutt yfir
í spillingu og glæpi. Við höfum ótal dæmi um þetta frá ótal trúarleiðtogum. Svo kemur fjármálaspilling í kjölfarið.
Lögfræðingur Gunnars ræðir hér sekt Gunnars að neðan. Það eru engin vitni að brotunum. En er það ekki það sem einkennir flest kynlífsbrot? Þau fara fram á milli tveggja, gerandans og þolandans. Þar sem leiðtoginn misnotar sér trúnaðarvald sitt yfir þolanda, sem oft leitar til hans í vandræðum sínum og kreppu í lífinu. Það gerir glæpinn því alvarlegri.
„Það vegur ekki þyngra en eindregin neitun Gunnars frá upphafi. Það eru engin vitni að hinum ætluðu brotum. Engin vitni hafa borið um að hafa séð þetta með eigin augum. Það sem eftir stendur eftir þá miklu sönnunarfærslu sem fram fór í gær er að stefnandi er með hreint sakarvottorð, hefur aldrei hlotið refsidóm. Hann hefur aldrei hlotið dóm fyrir refsiverða háttsemi. Það er það sem stendur eftir.“
Allt verður einu sinni í fyrsta sinn. Það gildir um allar misgjörðir og athafnir mannverunnar. Nú veit ég ekki hvað dæmt verður í þessu máli. En það á 21. öldinni skuli svona hugmyndir vera að breiða úr sér víða um heim er ansi óhugnanlegt. Heiðursglæpir, trúarleiðtogavöld, morð, misnotkun. Hugmyndir um uppruna heimsins sem stangast á við mannlega skynsemi. Fáranlegar hugmyndir um samkynhneigð og hörundslit. Stundum upplifum við afturhaldstíma í sögu mannkynsins. Kannski erum við að fara hægt og sígandi inn í slíkt skeið. Það er sorglegt.
(tilvítnanir af mbl.is)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli