miðvikudagur, 12. október 2016

Kosningar: Viljum við spillingarþjóðfélag áfram?

Lómagnúpur
Það er komið að lokadögum þinghalds að þessu sinni.  Sem betur fer segjum við mörg.  Stóru málin sem áttu að liggja fyrir og koma í gegn voru ekki mörg og flest illa unnin svo best er að hvíla þau í bili og fá nýtt þing til að taka á þeim á góðum tíma. Dæmi:  Lánasjóðsfrumvarpið, Flýtimeðferðin á Bakkalínumálinu, Lífeyrissjóðsmálið stóra þarf meiri ígrundun ekki afgreiða á nokkrum dögum; eina málið sem líklega hefur veruleg áhrif í fjármálaheiminum (spurning um okkur hin), er Gjaldeyrislögin (losun hafta) svo og fjáraukalögin, þau eru alltaf nauðsynleg. 

Það var leiðinlegt að heyra formann einnar nefndar ræða um að minnihluti Alþingis sé aðþvælast fyrir, eins og Jón Gunnarsson orðaði svo pent á Alþingi í morgun. Einstaklega
Bessastaðir
smekklegur karl sá þingmaður.  . Það er ekki mikill lýðræðisskilningur hjá fólki sem talar svona.  Vonandi koma þeir ekki strax aftur til valda, það yrði meira slysið. 


Nú eru kosningar framundan, margt að pæla í, margt að hugsa.  Í mínum huga er aðalmálið hvort við viljum lifa áfram í spillingarþjóðfélagi, þeir kjósendur sem kjósa xD og xB, finnst allt í lagi að ráðamenn þjóðarinnar lifi í öðrum heimi en við, feli  fjármuni sína erlendis og noti fáránlegar lygar í umræðum um slík mál.  Það væri sorglegt ef það kemur í ljós. Spillingin nagar í sundur grunnstoðir lýðræðisþjóðfélags. 

Álftanes Myndir greinar höfundur
Svona eru málefni á 145. Alþingi í dag