Eftirlitsiðnaðurinn er hættulegur, hann er dýr, hann er óþarfur. Segja sumir. Það á ekki að fylgjast með neinum. Núna koma skilgreiningar inn í kollinn. Er NSA hin alræmda uppáhaldsstofnun með í pakkanum? Sem fær að njósna um okkur með góðu sambandi og samvinnu Sendiráðs BNA og lögreglunnar og innanríkisráðherra fær ekkert að vita, hvað kemur honum þetta við?
Guðlaugur Þór (já, hann) hatar eftirlitsiðnaðinn, auðvitað finnst honum fáranlegt að einhver fylgist með því hve mikla peninga hann kríar út úr bönkum og fyrirtækjum í kosningabaráttu. Við lifum í sjálfstæðu ríki er það ekki, þar sem sá gráðugasti fær mest. Svo auðvitað vill hagræðingarnefnd að slíkt sé skorið niður. Verra er þegar hann alhæfir sínar hugmyndir á heila flóru af stofnunum. Fjármálaeftirlitið sem treysti bönkum og lokaði augum, því fór sem fór. Bankar sem eiga að hafa eftirlit með sjálfum sér, sem fá lánað hver hjá öðrum til að viðhalda hringekjunni. Snemma árs 2009 kom skýrsla frá finnskum reynslubolta kom, ætli hans ráðleggingar hafi verið framkvæmdar? Eða gleymdist þetta í rótinu? Var ýmislegt ekki gert af seinustu ríkisstjórn??? Hafði það áhrif? Er stór munur á starfssemi banka og stórfyrirtækja?
Nú er það matvælaiðnaðurinn, hver á að passa það sem fer ofan í okkur. Meira að segja auglýsingarnar um þetta dásamlega íslenska eru alrangar, eða hvað? Þjóðin í sjokki erum við að borða útlendar hænur???? Einhvern veginn segir sagan mér að framleiðendur reyna alltaf að komast eins langt og þeir geta. Ég man þegar ég bjó í Svíþjóð þá var þessi umræða, öll dýraflóra, varða sænsk. Upprunareglur að engu hafðar. Nú er það að gerast hjá okkur, frosið verður ferskt, ferskt verður frosið.
Svo ......... styrkjum eftirlitsiðnaðinn ....... breytum reglum um endurskoðun þar sem endurskoðunarfyrirtæki eru háð aðilum sem þau eiga að endurskoða .... eiga jafnvel hluti í fyrirtækjunum.
Það er göfugt að hata eftirlitsiðnaðinn. Eða hvað?