sunnudagur, 29. október 2017

Spillingarholan

Það fór sem margan grunaði að ekkert væri til sem héti Spilling og Óheiðarleiki á Íslandi hjá kjósendum. Það eru margir sem eru miður sín yfir fíflsku samlanda sinna. Ég er einn þeirra .

Að kjósa SDG og BB. Að það sé allt í lagi að hafa forystumenn í stjórnmálum sem hafa verið að brjóta lög landsins. Til að auðgast og komast hjá því að borga skatta og skyldur eins og þeim ber. 

Enn er það fáránlegra að þessir sömu karlar skuli að vera að krefjast þess að fá að mynda ríkisstjórn. Og enginn getur stöðvað þá.  Annar er holdgervingur íslenskra íhaldsafla, allt er gert til að koma í veg fyrir að blettur falli á Engeyjarættina. Hinn er eitthvað sem ég kann ekki skil á en heiðarleika þekkir hann ekki.  Það er sorglegt að hluti þjóðarinnar  velji þetta yfir sig. Og allur heimurinn fylgist með þessu og undrist. 

Nú stöndum við frammi fyrir orðnum hlut. Vonandi tekst flokkum sem hafa hreint mjöl í pokanum að koma sér saman um starfhæfa stjórn sem tekur á málum fólksins í landinu og leysir þau.  En kannski erum við komin til að vera í þessari Spillingarholu.