miðvikudagur, 12. febrúar 2014

Ráðherrar í vanda

Kristján Þór starir á skrifborðið; Hvað á ég að gera, það er erfitt að taka ákvarðanir, það er erfitt að taka af skarið.  Það er ekki svo auðvelt að vera ráðherra.  Allir reyna að að bögga mann. Ég á
engan pening. Bjarni talar ekki við mig. Ætli Steingrímur Ari gefi skít í samninganefnd sína?   Æ, ég set reglugerð í nokkra mánuði.  Ætli ég megi ekki það?  

Ragnheiður Elín klæðir sig í skrautbúninginn sinn, fjaðrirnar standa í allar áttir, hún blæs hárið og spreyar yfir sig, hún er glæsileg í dag.  Móttaka hjá nýja Framkvæmdastjóra flokksins.  Hún hefur ekki treyst sér austur á Geysi að tala við þessa frekjudalla.  Svo ætla þeir bara að byrja í næsta mánuði. O, þetta veldur mér svo miklum vonbrigðum.  Og ég ekki búin að hugsa.  Það er aldrei tími, ég er alltaf skipta um föt.  

Hanna Birna vaknaði með hnút í maganum.  Í dag voru óundirbúnar fyrirspurnir.  Hann Mörður lætur mig aldrei í friði.  Hvað get ég gert?  Á þetta pakk að komast upp með hvað sem er?   Eignast meira að segja börn til að halda sér hérna.  Ohhhhh, og
glottið á Merði. Ég hélt að þegar maður væri ráðherra mætti allt. Má ekki tala við blaðamenn einu sinni?   Það er best ég læðist til Ísafjarðar.  Ég hleyp blaðamennina bara af mér, ég hef alltaf talað hratt og hlaupið hratt.  Ég er best. Sigmundur og Bjarni gerðu þetta bara verra,   Ætli Davíð hjálpi mér ekki, læt hringja í hann. Ef hann getur ekki hjálpað ..........   


Úr reglugerð sett í morgun:
„Reglugerðin fjallar um þjónustu sjúkraþjálfara sem reka eigin starfsstofur utan sjúkrahúss við einstaklinga sem eru sjúkratryggðir samkvæmt lögum. Forsenda fyrir endurgreiðslu sjúkratrygginga vegna þjálfunar er að fyrir liggi skrifleg beiðni frá lækni þar sem sjúkdómsgreining kemur fram. Þó er heimilt að víkja frá kröfu um skriflega beiðni læknis vegna bráðameðferðar sem nemur allt að sex skiptum á einu ári,“ segir í tilkynningu frá Velferðarráðuneytinu.

„Sjúkratryggður sem þarf á þjálfun að halda samkvæmt mati á rétt á allt að 20 skiptum í meðferð á ári en í reglugerðinni er kveðið á um heimildir til að fjölga þeim að tilteknum skilyrðum uppfylltum.“

Sigmundur sagði: 


 „Þá gætu menn bara stundað það, að viðhafa stöðugar rannsóknir og ráðherrar gætu aldrei mætt í vinnuna. Ég minni nú á það að á síðasta kjörtímabili voru ráðherrar dæmdir, oftar en einu sinni, án þess að víkja tímabundið eða varanlega. Þannig að að láta sér detta í hug að innanríkisráðherra eigi að víkja út af þessu er alveg fráleitt.“
Bjarni sagði:   „Ég bendi á það að ef það færi svo að í hvert skipti sem ráðherra dómsmála þyrfti að víkja vegna kæru myndi það kalla á mikla upplausn yfir starfsemi ráðuneytisins,“ sagði Bjarni í samtali við fréttastofu RÚV á föstudaginn
Hjálpræði Davíðs: 


Davíð vill að upplýsingar um hælisleitendur liggi fyrir og að almenningur geti nálgast þær. „Ef umsækjendur eru vafasamir pappírar, á ekki almenningur í landinu rétt að upplýst sé um það? Ef ráðherra veitir slíkum aðila dvalarleyfi eða hæli þrátt fyrir æpandi annmarka, er honum ekki skylt að upplýsa um það og rökstyðja slíka ákvörðun, þótt slíkt gæti verið umsækjandanum örðugt?“ spyr ritstjórinn góðkunni enn fremur. Þess má geta að Tony var vísað úr landi á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar og því tengdust ávirðingarnar sem birtust í minnisblaðinu ekki brottvísun hans með neinum hætti.