Það er skrítið þetta með að standa sig vel eða illa. Við Íslendingar erum sérfræðingar að vita það. Hvað hefur gengið vel hvað hefur gengið illa. Við vitum allt betur en aðrir.
Tökum dæmi:
Nú er byggingariðnaðurinn kominn í gang, meira að segja í Vík í Mýrdal. Og auðvitað er það stjórninni að kenna. Alls ekki stjórninni sem fór frá völdum í fyrra. En hafði lofað því að markaðurinn færi að hreyfast 2014 - 2015. Og höfðu rétt fyrir sér, enda höfðu þeir barist um hæl og hnakka í 4 ár að koma okkur upp úr HRUNI. Það er margir sem vilja ekki vita það. Þeir gerður svo margt vitlaust!!!!! Auðvitað er ég ekki búinn að gleyma kattarfárinu mikla. Því er árangurinn ótrúlegri! Hægt og örugglega gengu hlutirnir betur. Við komust upp í plúss í sem ekki er hægt að segja um margar þjóðir kringum okkur. Við færðum fórnir launafólkið og skuldafólkið en það skilaði sér. Við erum virt af öðrum en við virðum ekki okkur sjálf! Allir sem eru ekki nákvæmlega á sömu skoðun og maður sjálfur eru óvinir andstæðingar, þá þarf stríð. Sem betur fer orðastríð, en ansi er það subbulegt oft og tíðum.
Annað dæmi:
Forval fer fram í stjórnmálaflokkum, Samfylkingarmenn gera það með hægð, kjósa sinn óumdeilda leiðtoga og félagsmálakonu í efstu sætin Þau hafa starfað vel eru virt. Samfylkingin er með nýtískulegt kjör, í samræmi við nútiímann, rafrænt þar sem flestir geta tekið þátt, Einfaldasta og besta kerfið sem ég veit af í svona kosningum.
Hvað gerist hjá VG? Þar er baráttukona í efsta sætinu, fulltrúi mannrétinnda og feminisma. Ég get ekki séð annað en hún hafi staðið sig vel. Dugleg, kemur sér á framfæri, það er ekki alltaf auðvelt að vera í minnihluta. Það er strögl. En enn er það svo hjá VG að alltaf eru hópar sem finnst ekki nóg gert. Vita betur, andstæðingur í ákveðnum málum er óvinur. Það er miður að sá sem skipar efsta sætið fái ekki það traust sem hún á skilið. Það veikir flokkinn, veikir baráttuna. Við þurfum leiðtoga í pólitík, forka, Sóley er slík. Spyrjið samstarfsfólk hennar í borgarstjórn. Mér þótti líka Þorleifur góður, ég tók eftir því sem maður sem fylgist með fréttum að hann var fulltrúi þeirra sem minna mega sín. Tók þeirra mál upp jafnt og þétt. En hann er því miður fulltrúi þeirra sem halda að stjórnmál séu að hafa eina skoðun, eina rétta, sem þolir enga samninga, engar málamiðlanir. Því ákvað hann að fara annað, því miður.
Því gerist það að vinstrisósíalistar fá of lítið fylgi, margir Íslendingar eru praktískir, tíma ekki að nota atkvæðið sitt í óvissu. Við höfum bara eitt atkvæði. Það er líka kominn tími til að fara inn í nútímann í fyrirkomulagi kosninga. Flokkur sem hefur 2-3000 innskráða á að fá fleiri til að kjósa í forvali. Fundur eins og þessi á laugardaginn er hjárænulegur. Ég man að við vorum hrifin í gamla daga í háskólapólitíkinn svona skipulagi. Að kjósa á fundi, þeir komu sem höfðu áhuga og tilheyrðu klíku sem boðaði sína. Aðrir áttu ekki að kjósa. Okkar tími krefst annarra vinnubragða. Vinstri flokkar eiga að vera fjöldaflokkar.