miðvikudagur, 2. nóvember 2016

Útstrikanir: Það er svo gott að gleyma

Að stroka út.  Þessi þrjú urðu fyrir útstrikurum.
Eiga þau það skilið?  Gengur þetta ekki of langt?
Allt er þetta tiltölulega ungt fólk á uppleið (svona miðað við mig).

Hvers vegna lenda þau í þessu (mjög algengt orðalag nú til dags), að lenda í því að myrða mann, nauðga konu, hrista barni svo það bíða ævilangan skaða.  Stela peningum, fela peninga. Að lenda í.

Sigmundur Davíð, Gunar Bragi, Þorgerður Katrín. Ætli fólki með 2 nöfn eigi hættara að lenda í ??
Sigmundur var næstur því að vera þurrkaður út og lenda utan alþingis. Enda átti hann það skilið.  Siðferðishningun hans er með endemum.  Það vita þeir sem vilja.  En að það skuli vera stór hópur fólks á Norð-Austurlandi sem telur hann ekkert hafa brotið af sér, það er sorglegt, afar sorglegt. 18% strikuðu hann út. Gott hefði verið að fá rökstudd álit viðkomandi 18 prósenta, það hefði verið skemmtilegt fyrir stjórnmála og félagsfræðinga. Og okkur landa hans.  





















Gunnar Bragi hefur ekki falið peninga í aflandseyjum, eftir því sem best er vitað.  En dómgreindarleysi hans í stjórnunarathöfnun er við brugðið.  Einstæður hæfileiki hans að finna eðlilegt að skipa flokkssystkini sín í trúnaðarstöður á vegum ríkisins er óumdeilanlegur!  Ætli hann sé enn ekki að?  Ríkisstjórnin situr ennþá!   11% strikuðu hann út, var það vegna þessara aðgerða eða er eitthvað sem kjósendur hans vita sem við vitum ekki. Gaman væri enn að fá rökstutt álit kjósenda xB.

Þorgerður Katrín er landskunn manneskja, var yfirmaður minn um skeið sem menntamálaráðherra, ég á lítilsigldri ríkisstofnun hún í hinu hæsta ráðuneyti.  Nú yfirgefur hún flokk sinn sem hefur alið hana upp. Vill vera þekkt fyrir Viðreisn þjóðarinnar  ásamt mörgum úr hennar fyrri flokki og ýmsum úr öðrum flokkum, líklega mest úr Samfylkingunni og Framsóknarflokknum jafnvel einhverjum sem yfirgáfu Pírata á seinustu kosningametrunum.  Svo eru ekk allir sem hafa gleymt fjármálum þeirra hjóna.  Þau voru alræmdir Hrunverjar, dældu peningum í ýmsar áttir, reyndu meira að segja að koma í veg fyrir að fólk austur á landi kæmist að leiðum ættingja sinna í kirkjugarði nokkrum.  Hún veit að hún er ekki óumdeild. 8 % strikuðu hana út.  Það er nú gott. Það eru ekki allir siðspilltir stjórnmálamenn sem vita það eins og útstrikunarfélagar hennar bera gott vitni um.   Og fyrrum félagar hennar í Sjálfstæðisflokknum, fjármála og innanríkisráðherrar. Í öllu villjum við vera fremst í fylkingu, í heimsklassa.   

Eftir nokkra daga vitum við hverjir hafa tekið við stjórnartaumum í nýrri ríkisstjórn. Örugglega gætu einhver af þessum þrem hlammað sér ofaní ráðherrastóla.  Án þess að blikna eða roðna jafnvel blána.  Þau vita að betra er að vera alræmdur en óþekktur.  Ansi yrði það táknrænt fyrir þessa þjóð ef xD, xB og xC myndu enda með  að stjórna saman. Ælufnykinn af okkur myndi leggja um allan heim.  Einhver okkar munu mótmæla á Austuvelli aðrir sem mótmæltu í vor og kusu síðan þessa flokka sitja eflaust heima fyrir framan skjáinn búin að gleyma öllu sem hefur gerst seinustu mánuði.  Það er svo gott að gleyma.  



Mynd með færslu