sunnudagur, 18. október 2015

Flokkar: 80 milljónir á villigötum

Flokkur eða ekki flokkur. Hreyfing eða ekki hreyfing. Nútímastjórnmál kosta peninga. Og fé er deilt út til flokka og hreyfinga.  Líka til þeirra sem ekki náðu inn á þing.  Þar eru Flokkur heimilanna og Dögun sem náðu 2,5% atkvæða.  Og fá 9 milljónir á ári í 4 ár.  Hinir hefðbundnu flokkar frá meira eftir atkvæðamagni og Píratar sem ekki telja sig verða hefðbundna, ekki Fjórflokkar. Ef svo fer fram sem horfir þá fá þeir 80-100 milljónir eftir næstu kosningar.  Ég sagði EF.  

  • Björt framtíð: 25.002.659 kr.
  • Framsóknarflokkur: 74.079041 kr.
  • Sjálfstæðisflokkur: 80.948.996 kr.
  • Flokkur heimilanna: 9.156.197 kr.
  • Samfylkingin: 38.976.809 kr.
  • Dögun: 9.393.645 kr.
  • Vinstrihreyfingin – grænt framboð: 32.963.593 kr.
  • Píratar: 15.479.059 kr.


Hinir þingmannalausu flokkar hafa átt erfiða daga eftir kosningar. Dögun er í sárum meðan allt gengur fyrrum félögum þeirra í Pírötum í haginn.  Fundargerðir flokksins sýna það, fámenn klíka situr þar og heldur fulltrúaráðsfundi, lítið að gerast, einhver vandræði með Grasrótina, lítið minnst á peningana sem renna inn, aðalfundur samt verið boðaður í nóvember.  Flokkur heimilanna virðist vera í hershöndum, allt í háaloft, kemur mér ekki á óvart þegar alræmdir Útvarp Sögumenn eru á ferð.  Ráðuneyti búið að kveða upp úrskurð í vetur sem leið ég veit ekki hvað meira.  Svo það er spurning um 40 milljónirnar!   

Svo lesendur góðir, þá sá ég að aðalfundur Heimssýnar, uppáhaldssamtakanna minna, er í vikunni.  Ég dáist að því hversu vinir mínir, þeir róttækustu af öllum, geta setið í hægðum sínum með höfuðíhaldi landsins.  Það er margt furðulegt í pólitíkinni, engin tík fer eins furðulegar krókaleiðir í lífinu.  Ég tala nú ekki um þegar maður hefur sérstöðu í bakteríum.

Formaður Flokks heimilanna stefnir Pétri Gunnlaugs hjá Útvarpi Sögu fyrir meiðyrði


Stjórnarmenn Flokks heimilanna takast á um 40 milljóna króna ríkisstyrk


Hér má sjá þá stjórn Flokks heimilanna sem Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið telur vera ólöglega. Pétur Gunnlaugsson er annar frá vinstri og Kristján er lengst til hægri. Þriðji frá hægri er svo séra Halldór Gunnarsson sem er einn af stofnendum flokksins.