sunnudagur, 8. febrúar 2015

Ráðherra ræðst á Skattrannsóknarstjóra

Ein skrítnasta upp ákoma upp á síðkastið var í sjónvarpinu í gærkvöldi.  Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ræðst á undirmann sinn Skattrannsóknarstjóra. Einhvern veginn virðist
ráðherrann vera algjörlega úti að aka.  Auðvitað eru upplýsingar sem þessar seldar á svörtum markaði á "óhefðbundinn hátt", annars fer þessi sala ekki fram. Stjórinn fer ekki í svona aðgerðir nema með stuðningi ráðherrans og enn virðist ráðherrann ætla að heykjast á því að vera stuðningsaðili. Svo kostar þetta sitt, enginn vafi á því. Og það þarf örugglega ferðatöskur undir seðlana!

Það kemur ekki til greina að greiða fyrir gögn um meint skattaundanskot Íslendinga erlendis með ferðatöskum af seðlum.  Þetta segir fjármálaráðherra.
Embætti skattrannsóknarstjóra hefur um nokkurra mánaða skeið haft undir höndum sýnishorn af gögnum sem benda til þess að hundruð Íslendinga hafi gerst sek um skattsvik í skattaskjólum. Skattrannsóknarstjóri hefur sagt að gögnin gefi færi á að rekja slík undanskot. Embættið fékk gögnin send að utan frá aðila sem vill selja þau. Þótt nokkuð sé liðið frá því embættið fékk gögnin í hendur hefur ekki enn verið ákveðið hvort þau verða keypt.
„Það strandar svo sannarlega ekki á fjármálaráðuneytinu. Við höfum fengið upplýsingar frá skattrannsóknarstjóra um að gögn stæðu til boða og við höfum sagst mundu styðja skattrannsóknarstjóra í að sækja þau. En skattrannsóknarstjóri verður að rísa undir þeirri ábyrgð sinni að stunda skattrannsóknir og afla sér þeirra gagna og upplýsinga sem til þess þarf. Af því að sú ábyrgð verður ekki tekin af embættinu af fjármálaráðuneytinu,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Eftir því sem lengra líður þar til gögnin verða keypt er líklegra að meint brot á skattalögum fyrnist. „Mér hefur þótt þetta mál vera að þvælast hjá embættinu alltof lengi og að ekki hafi allt staðist sem þaðan hefur komið. Eins og til dæmis þegar embættið færir þær upplýsingar í ráðuneytið að gögnin standi til boða fyrir tiltekna hlutfallsfjárhæð af innheimtum skatttekjum sem myndi leiða af upplýsingunum. En eitthvað allt annað kemur í ljós síðar. Og auðvitað getur það ekki komið til greina að við ætlum að fara að greiða fyrir gögn af þessum toga með ferðatöskum af seðlum til einhverra huldumanna.“ RUV. 07.02.201

Aðrar hugmyndir voru upp á borði hjá honum í november síðastliðinn, aðaltriðið virtist vera að þeir sem stigju fram þyrftu ekki að ganga fyrir dóm, hins vegar átti að skoða það ofan í kjölinn: 

Skattrannsóknarstjóri hafi hins vegar allar heimildir sem hann þarf, til að upplýsa skattsvik og hafi stuðning frá ráðuneytinu til að afla sér gagna.„Af þessu tilefni erum við svo að skoða þetta með amnesty ákvæðið og ég hef sett á laggirnar starfshóp til þess að vinna þá vinnu,“ segir Bjarni.

„Það má segja að það sé hugsunin að viðurkenna það að menn hafi ekki í skattaeftirliti náð að uppræta öll undanskot. Og reynsla annarra þjóða hefur verið sú að það hafi gefist vel að gefa mönnum takmarkaðan tíma til þess að skila réttum skattskilum aftur í tímann, vera laus undan refsingu en borga að sjálfsögðu það álag sem fylgir slíkum skilum. Og það gildir um öll Norðurlönd og fleiri sem hafa farið þessa leið að það hafa skapast af þessu feiknarlega miklar tekjur fyrir viðkomandi ríki. Hvort það sama verði uppi á tengingnum á Íslandi er ekki gott að segja. Við erum hins vegar ákveðin í að skoða það ofan í kjölinn og þess vegna hef ég sett þennan starfshóp á laggirnar,“ segir Bjarni.  RUV 25.11.2014

Rannsóknin ofan í kjölinn virðist ekki að eiga að fara fram hið einfalda svar Ráðherrans, eitt lítið já á aldrei að líta dagsins ljós.Þetta er allt klúður hjá skattrannsóknarembættinu.  Ráðherrann ætlar ekki að gera neitt.  Hvað gerir embættismaðurinn með vantraust ráðherrans á bakinu????