þriðjudagur, 11. október 2016

Skattaparadísir

Skattaparadísir þar sem hinir ríkustu geta ráðið því hvað mikið þeir borga í skatt, á sama tíma og verið er Að skera niður í velferðarkerfinu og valdamenn okkar Tortólast á sinn hátt, okkur varðar ekki um það, og Forstjóri Apple kallar það total  
political  crap að einhver skipti sér af skattlausum samningum. Og Framsóknarflokkurinn ræður kosningastjóra Nýkominn frá Tortóla með silfurglampa í augum. Allt eins og vera ber í sæluskerinu í Norðri. Þar sem auðjöfrarnir segja uss og gæsirnar spegla sig drullupollinum og segja ekki ég.