föstudagur, 5. júlí 2013

Geir Haarde: Geilsabaugurinn hverfur .....

Geir H. Haarde: Englaásjónan gufar upp, geislabaugurinn hverfur, aðalatriði er að mynda ríkisstjórn og halda völdum, aukaatriði er hrun og fall íslenska ríkisins, svona eru stjórnmál, engin ábyrgð, jafnvel Hagfræðingur hættir að reikna krónurnar.... : 


Geir H. Haarde, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar 2003 til 2007, sagði að sú ríkisstjórn hefði ekki verið mynduð ef ekki hefði verið samið um breytingar á útlánareglum Íbúðalánasjóðs. Hann viðurkenndi að þær breytingar hefðu verið hrein mistök.
Rannsóknarnefnd Alþingis um Íbúðalánasjóð skilaði af sér skýrslu á þriðjudag. Sú skýrsla er ansi svört, Íbúðalánasjóður hefur tapað um 270 milljörðum á árunum 1999 til 2012. Þar vegur langþyngst tap vegna uppgreiðslna lána, eða allt að 130 milljörðum króna.
Rannsóknarnefnd Alþingis um efnahagshrunið skoðaði ekki starfsemi Íbúðalánasjóðs sérstaklega í sinni skýrslu. Þær breytingar sem gerðar voru á sjóðnum 2004 og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf eru þó ræddar.
Þórarinn G. Pétursson, núverandi aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið að þessar breytingar hafi verið ein alvarlegustu mistökin í hagstjórn hér á landi.  
Geir H. Haarde, þáverandi fjármálaráðherra, viðurkenndi við skýrslutöku að hækkun á lánum Íbúðalánasjóðs og lækkun vaxta hjá sjóðnum hafi verið hrein mistök. „...  því miður verður maður að viðurkenna hreinskilnislega að um þetta hafði maður [...] miklar efasemdir, en um þetta var samið við ríkisstjórnarmyndunina 2003 og ef það hefði ekki verið gert þá hefði sú ríkisstjórn ekki verið mynduð. Þetta er nú bara [...] hluti af veruleika stjórnmálamannsins að stundum þarf að taka tillit til þessa atriðis.“
Rannsóknarnefndin dregur þá ályktun að ákvörðunin um að rýmka kröfur sem gerðar voru fyrir lánveitingum Íbúðalánasjóðs á einhverjum mestu þenslutímum Íslandssögunnar hafi verið tekin við stjórnarmyndun 2003, þrátt fyrir skoðun fjármálaráðherra að slíkt væri verulega varasamt. „Hann hafi metið það svo að væntanlegur skaði fyrir samfélagið væri ásættanlegur kostnaður við það að sitjandi flokkar héldu völdum,“ segir í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um efnahagshrunið sem kom út 2010.

Bandaríkin: Þegar lygin verður sannleikur

Seinustu daga höfum við orðið vitni að óhugnanlegum atburðum á alþjóðasviðinu.  Heimsveldið í vestrinu virðist hafa tögl og hagldir allir verða lúta vilja þess,  Einstaklingur sem vogar sér að kom upp um stórfelldar njósnir Stórveldisins er hundeltur um allan heim sem glæpamaður.  Hann er bófinn ekki BNA.  Pinter gerði þetta að umræðuefni í Nobelsræðu sinni: 


In his acceptance of the 2005 Nobel prize in literature, Harold Pinterreferred to "a vast tapestry of lies, upon which we feed". He asked why "the systematic brutality, the widespread atrocities" of the Soviet Union were well known in the west while America's crimes were "superficially recorded, let alone documented, let alone acknowledged". The most enduring silence of the modern era covered the extinction and dispossession of countless human beings by a rampant US and its agents. "But you wouldn't know it," said Pinter. "It never happened. Even while it was happening it never happened."

Tungumálið er allt í einu skrumskælt og pólitíska tungutakið lýtur lögmálum lyga og falsyrða.  Og allir taka þátt.  Þeir sem eru ekki með er ekk boðið að taka þátt í leiknum.  Þeir eru stikkfrí, þeir umhverfast í Venzuela, Equador, Norður-Kóreu, Íran.  Þeir verða terroristar, nýir Bradleyar Manningar, Snowdenar, Wikileaksanar.    


Political language - and with variations this is true of all political parties, from Conservatives to Anarchists - is designed to make lies sound truthful and murder respectable, and to give an appearance of solidity to pure wind.

 Lygin á að hljóma eins og sannleikur og morð eru viðurkennd sem virðuleg lausn, sagði Orwell.  Við þekkjum þetta alls staðar í kringum okkar, Drónurnar æða um ríki, Launmorðingjar eru sendir af stað, ólögleg fangelsi eru starfrækt fyrir augum okkar.  Og við ræðum um lýðræði og frelsi.  Meðan boðberar sannleikans eru hundeltir. Og enn á Orwell við: 

In times of universal deceit, telling the truth becomes a revolutionary act.

Já lesendur góðir það er ekki bjart yfir mér í dag.  Engin heiðríkja enda er hann að fara að rigna ...... 

  
  

Ísland: Bráðum kemur betri tíð, vonandi.

Snowden hefur engin tengsl við Ísland, þess vegna hefur hann ekkert hér að gera,  líklega er sannleikur og heiðarleiki ekkert sem hefur með Ísland að gera.  

Ban Ki-moon kemur í boði utanríkisráðherra og þó ekki.  Forseti læðist um landið það má ekki segja hvar hann er þegar hann var í skottinu á bíl aðalritarans. 

Veiðigjald er auðvitað ekkert fyrir fátæka útgerðarmenn.  Þórólfur Gíslason gengur sem draugur um salina í Hádegismóum með Gunnar Braga á bakinu.

Það er allt í lagi að skera niður tekjur ríkisins og færa þær í vasa sægreifanna.  Sigmundur Davíð mætir glaðbeittur og kolmunnagleiður í atkvæðagreiðslu í boði þeirra og rífur kjaft.

Það er engin furða þótt þetta sé kalt rigningarsumar. Bráðum kemur betri tíð, vonandi.