Sýnir færslur með efnisorðinu Pinter. Sýna allar færslur
Sýnir færslur með efnisorðinu Pinter. Sýna allar færslur

föstudagur, 5. júlí 2013

Bandaríkin: Þegar lygin verður sannleikur

Seinustu daga höfum við orðið vitni að óhugnanlegum atburðum á alþjóðasviðinu.  Heimsveldið í vestrinu virðist hafa tögl og hagldir allir verða lúta vilja þess,  Einstaklingur sem vogar sér að kom upp um stórfelldar njósnir Stórveldisins er hundeltur um allan heim sem glæpamaður.  Hann er bófinn ekki BNA.  Pinter gerði þetta að umræðuefni í Nobelsræðu sinni: 


In his acceptance of the 2005 Nobel prize in literature, Harold Pinterreferred to "a vast tapestry of lies, upon which we feed". He asked why "the systematic brutality, the widespread atrocities" of the Soviet Union were well known in the west while America's crimes were "superficially recorded, let alone documented, let alone acknowledged". The most enduring silence of the modern era covered the extinction and dispossession of countless human beings by a rampant US and its agents. "But you wouldn't know it," said Pinter. "It never happened. Even while it was happening it never happened."

Tungumálið er allt í einu skrumskælt og pólitíska tungutakið lýtur lögmálum lyga og falsyrða.  Og allir taka þátt.  Þeir sem eru ekki með er ekk boðið að taka þátt í leiknum.  Þeir eru stikkfrí, þeir umhverfast í Venzuela, Equador, Norður-Kóreu, Íran.  Þeir verða terroristar, nýir Bradleyar Manningar, Snowdenar, Wikileaksanar.    


Political language - and with variations this is true of all political parties, from Conservatives to Anarchists - is designed to make lies sound truthful and murder respectable, and to give an appearance of solidity to pure wind.

 Lygin á að hljóma eins og sannleikur og morð eru viðurkennd sem virðuleg lausn, sagði Orwell.  Við þekkjum þetta alls staðar í kringum okkar, Drónurnar æða um ríki, Launmorðingjar eru sendir af stað, ólögleg fangelsi eru starfrækt fyrir augum okkar.  Og við ræðum um lýðræði og frelsi.  Meðan boðberar sannleikans eru hundeltir. Og enn á Orwell við: 

In times of universal deceit, telling the truth becomes a revolutionary act.

Já lesendur góðir það er ekki bjart yfir mér í dag.  Engin heiðríkja enda er hann að fara að rigna ......