miðvikudagur, 27. ágúst 2014

Hraun á fjöllum og hraunað í mannabyggð

Það er merkilegt að fylgjast með störfum visindamanna okkar umhverfis Vatnajökul.  Þar sem allt er í heimsklassa eins og við viljum alltaf tilheyra.  Og hugsið ykkur hvað allt er breytingum háð.  Munið hvernig brugðist var við ef einhver nefndi eldgos í sambandi við Kröfluvirkjun?  Nú eru jarðaskjálftar örstutt frá virkjuninni.Þótt enn stefni hraungangurinn í norður.  Mikið er gaman fyrir okkur leikmenn að hlusta á vísindamenn okkar. Bæði þeirra eldri Páls, Magnúsar Tuma, og yngri, nú eru konur komna fremstar í fylkingu þar. Svo er Ómar ekki langt undan engum líkur......

Það eru ekki eins góð vinnubrögð í mannabyggð, sem maður horfði á í gærkvöldi í Kastljósi, ansi var sorglegt að horfa á ráðherra eyða sjálfri sér frammi fyrir alþjóð.  Helgi Seljan þurfti ekki að hafa mikið fyrir vinnu sinni þennan daginn.  Hann spurði stuttra og kjarnyrtra spurninga en ráðherrann villtist æ meira í völundarhúsi eigin siðvillu.  Þar sem sjálfsagt var að hennar mati að vera í stöðugu sambandi við lögreglustjór og ræða mál sem hún mátti einfaldlega ekki tala við. Það virðist hún ekki geta skilið.  Því varð þetta sorglegt, harmrænn viðburður á stjórnmálasviði. Hún hraunaði yfir sjálfa sig og þurfti enga hjálp.  Hversu lengi ætla samstarfsmenn hennar í xD  að láta hanna hanga þarna inni þótt allt traust á henni sé horfið?  Hver ætlar að segja við hana þetta er búið?  



Annar fréttamaður átti ekki góðan dag um helgina, það var Kristján Már, þegar hann reyndi að ná í fréttir hjá Magnúsi Tuma á laugardagskvöldið á Stöð 2,  sjaldan hefur eltingarleikur við viðmælendur virkað eins kjánalega og hjá honum.  Þetta held ég hafi verið hinn eini og sanni núllpunktur í fréttamennsku.