fimmtudagur, 18. september 2014

Fiskistofa: Virðing í orði og verki???

Það er undirfurðulegt þetta Fiskistofumál. 

Það er í lagi að tæma heila stofnun sérmenntaðs atvinnufólks.


Stofan á að fara norður, ekki talað við nokkurn mann áður.


Fólk á maka, börn, fjölskyldur, vill haga lífinu á sinn hátt. 

Ok, segja ráðamenn þá ráðum við bara aðra. Við ráðum.   

Hverja aðra?  Skiptir engu máli:  Fagmennska, menntun, reynsla, þekking???? 

Það var búið að nota þessa leið fyrir nokkrum árum á annarri stofnun.

Hvernig fór það?????   Á enn að ráða valdahroki og óðagot? Á kannski að einkavæða?

Og fólk á mínum aldri, það á að greiða atkvæði hvort það megi vera í Reykjavík !!!

Ætli það verði ekki næst, að koma í veg fyrir að fólkið fái aðra vinnu?

Þannig gera menn í Hvíta-Rússlandi,  fólk sem tók þátt í áhugaleikhússtarfsemi, það var rekið úr dagvinnunni  og fékk enga vinnu. Það var gagnrýnið. Það er ekki gott.

Þetta er á vefsíðu Fiskistofu: 


Störf í boði

Öll framtíðarstörf hjá stofnuninni eru auglýst á Starfatorgi og vef Fiskistofu. Engin framtíðarstörf eru laus til  umsóknar núna.

Jæja, ætli verði breyting????  

Hlutverk og Gildi og framtíðarsýn stofunnar .......  þar sem allt kemur fram sem yfirmaður stofunnar gerir ekki, ég á við ráðherrann. Ég á við 
traust, trúnað, umbótastarf, og þessar efnisgreinar:
  • Sýnum frumkvæði og styðjum við menntun, framþróun og nýsköpun í starfi. 
  • Jákvætt viðhorf, heiðarleiki og sanngjörn samskipti.
  • Sýnum hvert öðru virðingu – í orði og í verki.

Já, lesendur góðir, þetta er merkilegt, eins og margt annað um þessar mundir.  

Hlutverk, gildi og framtíðarsýn

Hlutverk

Fiskistofa annast framkvæmd laga og reglna um stjórn fiskveiða í sjó og fersku vatni og stuðlar þannig að ábyrgri og sjálfbærri nýtingu fiskistofna. 

Fiskistofa annast einnig stjórnsýslu og eftirlit á sviði fiskeldis, og safnar og miðlar upplýsingum um sjávarútveg, fiskeldi, lax- og silungsveiðar og hvalveiðar.

Gildi

Traust
  • Eftirlit og þjónusta, unnin af fagmennsku með jafnræði að leiðarljósi.
  • Sýnum hvert öðru trúnað og traust. Tökum ábyrgð á verkefnum –  veitum stuðning og leiðsögn við að fylgja þeim eftir.

Framsækni
  • Stöðugt umbótastarf. Tækni og þekking nýtt til að ná góðum árangri.
  • Sýnum frumkvæði og styðjum við menntun, framþróun og nýsköpun í starfi.

Virðing

  • Jákvætt viðhorf, heiðarleiki og sanngjörn samskipti.
  • Sýnum hvert öðru virðingu – í orði og í verki.

Framtíðarsýn

  • Öflug stjórnsýsla, eftirlit og góð þjónusta, sem miðar að bættri leiðbeiningu og auknum forvörnum.
  • Framsækin og vönduð vinnubrögð byggð á þekkingu, reynslu og menntun starfsfólks.
  • Upplýsingatækni í fremstu röð.

Leki: Samsæri ræstingafólksins

Dapurlegt, sorglegt, ógnvænlegt.  Að ákærður skuli stunda þennan leik, og eflaust tveir aðrir sem vita örugglega hvað hefur gerst.  En það á að halda áfram, það er ekkert sem heitir samviska. Ekki hjá þessu fólki.  Aðalatriði er að þyrla upp moldviðri, ösku og eimyrju. Panta
vænt eldgos svo allir gleymi.   

Auðvitað er þarna á ferðinni samsæri skúringafólksins.  Það er að hefna sín á 900.000 króna launafólkinu, láglaunafólk svífst einskis.  Einu sinni höfðu aðstoðarmenn ráðherra pínulítið meira en kennarar i laun.  Það er liðin tíð.  

Nú eru það hinar stóru mótvægisaðgerðir. Aðvitað eru það eðlilegar mótvægisaðgerðir að sekir verði sýkn saka,  þeir sem ætla að komast áfram í stjórnmálum verði að herða sig og járna, í stjórnmálum á Íslandi er allt leyfilegt.  Allar hurðir ráðuneyta eru galopnar, mig hefur alltaf grunað þetta.   Lifi spillingin.  Hún er okkar einkenni.   

Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, gagnrýnir lögreglu og ákæruvaldið fyrir að hafa ekki rannsakað ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og annarra þegar lögreglurannsókn á trúnaðarbrestinum gagnvart hælisleitendunum Evelyn Glory Joseph og Tony Omos fór fram. „Ekki er útilokað að þeir starfsmenn IRR sem útbjuggu samantektina hafi skilið eftir útprentað eintak á skrifborðum sínum. Í þessu sambandi liggja ekki fyrir upplýsingar um ferðir ræstingafólks, öryggisvarða og eftir atvikum annarra,“ segir í greinargerð Gísla Freys, undirritaðri af lögmanni hans Ólafi Garðarssyni, sem lögð var fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar heldur ákærði því fram að afstaða rannsakenda í sinn garð hafi verið fyrirframmótuð og hlutlægnisskyldan ekki verið virt við meðferð málsins.(DV. 17.9. 2014)