laugardagur, 2. maí 2015

Húmoristinn Bjarni Benediktsson, hann er Erlendis.

Mikið er gott að hafa húmorista fyrir Fjármálaráðherra ........ Það leiftrar af honum í viðtölum.  Afnám orkuskattsins sem hefur skilað milljörðum í ríkiskassann er algjör óþarfi að mati ráðherrans!!!! Afnám orkuskattsins er forgangsmál!!!!  Það er ekki forgangsmál að ná samningum í viðamestu verkfallshrinu seinustu áratuga, ó nei!. Það er ekki forgangsmál að setja skatt á Sjávarrútveg.  Það er nauðsyn að fækka krónum í kassann.  Það komast ekki fleiri fyrir, kassinn er fullur.

Fjármálaráðherra tilkynnti ákvörðunina á ársfundi Samáls og sagði að afnám orkuskattsins væri forgangsmál og hluti af þeim efnahagslega stöðugleika sem stjórnvöld þyrftu að skapa. „Meginhlutverk stjórnvalda er að treysta betur rammann fyrir atvinnustarfsemina í landinu
almennt, þar sem efnahagslegur og lagalegur stöðugleiki ríkir. Afnám raforkuskatts er forgangsmál sem fellur vel að þessari mynd,“ segir Bjarni.

Ráðherran sem setti þennan skatt á útskýrir, Steingrímur Jóhann: 

„Þetta var nú tvískipt. Annars vegar náðist samkomulag um að þessi fyrirtæki fyrirframgreiddu tekjuskatt. Og því lauk bara á tilskildum tíma. En mér finnst að þau geti ekki tekið völdin af stjórnvöldum gagnvart framtíðinni. Að sjálfsögðu hafa íslensk stjórnvöld fullar heimildir til þess, á grundvelli almennrar stefnu, að taka upp eða viðhafa svona auðlindagjöld. Og eins og ég segi, það má ræða stöðuna gagnvart þegar gildandi samningum. En inn í framtíðina litið finnst mér mjög mikilvægt að það liggi fyrir að við stefnum að svona gjaldtöku,“ segir Steingrímur.

En Bjarni þurfti ekki að svara hann var erlendis.  Það eru ansi margar fyrirspurnir um þessar mundir sem fá þessa útskýringu.  Hann er erlendis.  ERLENDIS.  Steingrímur minnist líka á að eðlilegt sé að stjórfyrirtæki á kaupum á orku greiði Auðlindaskatt,  ef þessi orkuskattur verður lagður af er þá ekki eðlileg leið að láta borga Auðlindaskatt.  Ég er viss um að Bjarni er ekki sammála okkur Steingrími í því.  Aðalatriðið er að gefa rafmagnið, Bjarna finnst það ekki grín. Hann hefur svolítið annan húmor en ég ...... :  

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra vildi ekki veita viðtal vegna málsins í dag, en hann er erlendis. Í skilaboðum til fréttastofu sagði hann þó á að Steingrímur J. hefði í tíð sinni sem fjármálaráðherra sent Alcan á Íslandi bréf þar sem hann lofaði að skatturinn yrði ekki framlengdur. Það hafi verið svikið. Ekki komi á óvart að hann vilji framlengja hann aftur og ítreka með því svikin. Skatturinn hafi verið tímabundinn samkvæmt ákvörðun fyrri ríkisstjórnar, og verði því látinn renna út.