þriðjudagur, 19. janúar 2016

Alþingi: Eiturörvar á fyrsta degi!

Spenna, Alþingi brunar af stað.  Stóryfirlýsingar á fyrsta degi. Birgitta lætur Forsætisráðherrann fá það óþvegið:
„Svo mikil er ást Framsóknarflokksins á hinu beina lýðræði að það á að setja himinháa þröskulda sem gera lýðræðið nánast ómögulegt og á sama tíma leggja til að taka málskotsréttinn af forseta. Síðan er alveg ljóst að hæstv. forsætisráðherra stóð með beinum hætti í vegi fyrir því að það væri hægt að
klára þetta mál þannig að við gætum farið í þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða forsetakosningum,“ sagði Birgitta á Alþingi í dag
eru það Framsóknarmenn sem vilja enga hreyfingu á stjórnarskránni? Ætli það sé ein fléttan komin frá Bessastöðum?

Og Sigmundur stingur Bjarna með títuprjónum, fyrst var það Frosti sem sendi ískaldar kveðjur til Asíufarans sem vill frekar eyða fé í Asíu í samgöngubætur en á Íslandi!
„Það liggur ekkert á að selja bankann fyrr en menn eru ásáttur um að það sé æskilegt fyrir eigandann,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í morgun um sölu á hlut ríkisins í Landsbankanum.

Sigmundur minnti á að heimild væri til staðar til að selja bankanum og bætti við að það væri í höndum Bankasýslu ríkisins að sjá um söluna. „Ég efast ekki um að bankasýslan muni meta það hvenær og með hvaða hætti æskilegt kann að vera að selja hluti í bankanum,“ sagði hann.(stafsetningarvillur í boði Visir.is) eins og ríkisstjórnin hafi ekkert með það að gera!


Ætli  Stjórnin lafi út árið?  Ætli einhverjar vörður vísi veginn!